Góðan daginn.
Ég keypti mér nýjan imakka um daginn, en hef aldrei átt makka áður. Ég á stafræna myndavél sem ég nota frekar mikið og finns gott að geta skoðað myndirnar í góðu forriti. ég skoðaði iphoto en sjálfum líkar mér ekki nógu vel við það. Það eru mjög flottir fítusar í því í sambandi við það að gera slideshow og svo framvegis, en það vantar jafnframt þann möguleika að vista þessi slideshow. Ég myndi gjarnan vilja senda einhverjum slideshow úr iphoto en sá möguleiki er ekki fyrir hendi. (Þá er ég að tala um þetta fade out- fade inn “look”).
Svo líkar mér það ekki heldur að maður skuli ekki vinna með myndirnar þaðan sem maður importaði þeim og sé bara að vinna með einhver template sem eru einhversstaðar í möppu á vélinni Það sem mig langaði að vita var, hvort einhver gæti bent mér á myndvinnsluforrit sem hefði ekki þessar “villur” eins og ipoto.