Ég er að hugsa um að kaupa mér fartölvu fyrir komandi skólavetur. Maður verður sko að hugsa fram í tímann fyrir svona svakalega fjárfestingu.

Frá því að iBook hættu að líta út eins og trúðar hef ég verið allveg virkilega skotinn í þeim. Þannig að ég ætlaði að tékka aðeins á verðinu á þessum vélum um daginn. Ég varð bara hissa á því hvað það er hægt að láta ódýrustu iBook vélina kosta. 169.950 kr., glætan!

Stuttu síðar tékkaði ég á síðunni hjá Apple í Bandaríkjunum þar sem samkvæmt mínum útreikningum kostaði hún ekki nema 120.380 íslenskar.

Hérna er smá samanburður á verðinu þarna úti og heima
—-
CD-ROM iBokk kostar í USA 1203.80 .-
og hún kostar á Íslandi 169.950 .-
Það munar 49.570 .-
—-
14" iBook kostar í USA 180.620 .-
og hún kostar á Íslandi 279.950 .-
Hér munar heilum 99.330 .-
—-
550MhZ PowerBook kostar í USA 230.820 .-
og á Íslandi kostar hún 329.950 .-
Það munar 99.130 .-
—-

Ef ég er með vitlausar upplýsingar um verðin hjá Applebúðinni geta þeir bara hundskast til að vera með allmennilega heimasíðu!

Núna versla ég alldrei aftur við Applebúðina nema uppá viðgerðir og íslenkustuðning. Ég ætla bara að láta Smára frænda kaupa þetta fyrir mig þarna úti.

Takk fyrir mig.