
Þetta gekk þó ekki eftir og var það iPod Nano sem fékk helstu uppfærsluna. Núna kemur hann með myndavél, VGA upplausn, 640x480 upplausn með allt að 30 römmum á sek. Einnig er Nike+ skrefamælirinn orðinn innbyggður (var áður fylgihlutur keyptur í setti frá Nike) líkt og var gert með iPhone 3G S. Svo til að toppa þetta er núna innbyggður FM tuner í tækið. Og tvö verð með 2 stærðum, 149$ fyrir 8 Gb og 179$ fyrir 16 Gb. Þetta er einföld verðlagning og ég spái alveg þvílíkri sprengingu í sölu á nano-inum á þessu ári og í jólavertíðinni. Verðið er afar hagstætt miðað við hvað þú ert að fá.
iPod Classic fékk einfalda uppfærslu upp í 160 Gb, og hann verður á sama verðinu og áður. Líkleg ástæða þess að þessum síðasta harðdisks-based spilara frá Apple er haldið inni í ár í viðbót er bara sú að hann er að seljast alveg þokkalega og sýnir að það er sæmilega stór hópur fólks sem er með stórt tónlistarsafn og vill hafa það allt á einum stað. Annað sýnir iPod Shuffle. Hann var rétt kynntur í nýjum litum, sama verðið, og segja sögur að hann hafi alls ekki selst nægilega vel, og kæmi mér ekki á óvart að ef hann fer ekki að seljast betur þá verði ný hönnun á honum kynnt í vor.
iPod Touch heldur áfram að stækka hægt og rólega, núna eru 3 mismunandi týpur, 8 GB fyrir 199$, 32GB fyrir 299$, og 64 GB fyrir 399$. Phil Schiller talaði um magical price point 199$ sem þeir hafa nokkuð lært af sölu iPhone, og búast þeir við mikilli sölu þar. En það er ekki mikið að fara 100$ hærra og fá þá fjórfalt geymsluplássið. Mikil áhersla var lögð á leiki, og sýndu m.a. Electronic Arts, Ubisoft og Gameloft nýja leiki sem litu vel út og sást í markaðssetningunni að það er verið að reyna að keppa á sama markaði og Sony PSP og Nintendo DS/DSi. Kynnt var möguleiki nýju iPod Touch-ana að keyra OpenGL kóða sem getur auðveldað kóðum ,hönnun og portun leikja yfir á vélina. Þetta snertir okkur þó ekki mikið þar sem iTunes Store er ekki hér á Íslandi svo við neyðumst til að svindla okkur inn sem viðskiptavinir.
Svo var einnig kynnt iTunes 9, með nýju lúkki og nýjum fídusum, eins og alltaf er á þessum viðburðum. Líka er komin ný hugbúnaðaruppfærsla fyrir iPhone /iPod Touch - 3.1
Apple TV kom ekkert við sögu núna, enda ekki nema von, þar sem þessir viðburðir einblína á iPods en ekki neinar aðrar vörur frá Apple.