Ég er mjög mikill makka maður og hef verið það síðan að ég fyrst sá makka og vil ekki að þið miskiljið mig. En gerið þið ykkur grein fyrir því að Microsoft bjargaði apple einu sinni?
Munið þið eftir því þegar að það var á allra vörum að apple væri að fara á hausinn? Á sama tíma var verið að kæra microsoft villt og galið fyrir hugbúnaðar stuld. Aðallega á viðmótinu hjá mac os stýrikerfinu. Steve Jobs þáverandi stjórnandi gerði því samning við Bill Gates, business samning sem gekk út á það meðal annars að apple gæti ekki lengur kært microsoft fyrir hugbúnaðar stuld á mörgum þeirra forritum og stýrikerfinu sjálfu. Í staðinn fékk apple mjög mikinn pening og þessi peningur bjargaði apple frá gjaldþroti. Einnig varð microsoft að porta microsoft office hugbúnaðinn yfir á makkann í, að ég held, 5 ár. Einnig kom Bill Gates fram í blöðum og í fjármálaþáttum og talaði um að hann hefði mikla trú á apple.
Þetta stuðlaði allt að því að microsoft losnaði úr hugbúnaðar fokkinu og apple fór ekki á hausinn. Hver er skoðun ykkar á málinu hefðuð þið farið öðruvísi að hatið þið microsoft?
Mér þykir það leitt að það vanti greinarskil alstaðar (vona að þetta lesist).