Á MacWorld-sýningunni á mánudaginn kynnti Steve nýan iMac með LCD-skjá sem er gjörólíkur því sem ég hef áður séð frá Apple og þó víðar væri leitað.
Hann mun c.a. frá 135.000 iskr ($1299) til 185.000 kr ($ 1799).
Tölvan sjálf er einhverskonar hálfkúla sem virkar mjög vel sem statíf fyrir 15" skjáinn sem stendur uppúr tölvunni á krómaðri stöng sem hægt er að stilla af með því að ýta aðeins með fingrunum.
Það eru engar „framúrstefnulegar” litasamsetningar fáanlegar af nýa iMakkanum, bara hvítur eins og iBook sem ég býst við að auki vinsældir hanns ef eitthvað er. (Ef maður vill fá grænan iMac getur maður bara skroppið uppí Tómstundahús og keypt sér módelmálningu.)
Einn af fáum ókostum við nýa iMakkann er að það eru svo takmarkað hvað er hægt að uppfæra hann. Það eina sem er hægt að uppfæra er minnið og svo er hægt að troða AirPort-korti í hana. Ég hefði viljað hafa í henni amsk eitt PCIMICA-port (eins og er á Laptop-tölvum)
Það verður gaman að skella sér uppí Skeifu að skoða þegar stykkið verður komið til landssins.