Þangað til núna hafa makkar verið lausir við vírusa og troju hesta.

En núna er hugsanlega því lokið.

Nýlega fannst trojuhestur sem sýkir makka.


Samkvæmt frétt frá öryggisfyrirtækinu Securemac hafa þeir fundið trojan sem gefur utanaðkomandi stjórn yfir tölvunni.

Í PC-heiminum hafa vírusar og troju hestar verið þekktir mjög lengi á meðan makkamenn hafa sloppið frá harðdiskhruni og yfirtöku á tölvu en núna eru hönnuðir vírusa að koma inn í mac-heiminn líka.

Ekki tvísmella !


Trojuhesturinn dreifist gengum Limewire eða Ichat, undir nafninu Asthtv05 eða Atht_v06.

En til að forritið virki þarftu að tvísmella á skránna. Þegar það er uppsett þá safnar það saman lykilorðum og skráir hvað þú slóst inn á lyklaborðinu.

Lesið meira um hann http://macscan.securemac.com/security-advisory-applescripttht-trojan-horse/#more-43
]hér (Á ensku)