Það væri nú ágætt að lesa það sem ég skrifa: Apple hannar móðurborðin sjálf og eru það í fremstu röð hvað varðar hraða og endingu.
Svona til fræðslu, þá gegnir móðurborðið viðamiklu hlutverki í tölvuni. Það sér ekki bara um að tangja saman örgjörfan(intel), skjákortið(nVidia) og vinnsluminnið (veitekki) heldur inniheldur það líka mikilvæga kubba og IC-rásir sem snúa að vinnslu tölvunar, ásamt því að sjá um stýringu á utanaðkomandi græjum, ss. lyklaborði, webcam, hljóðnema og svo öllum tengingunum - USB, skjátengið og fleyra.
En það er svosem rétt hjá þér. Þegar þú verslar af Apple fer hluti grreiðslunar beint í merkið. En það er svosem ekkert frábrugðið örðum hi-end framleiðendum og hefur Apple tekist að stilla þessu í hóf til að mæta bæði notendum með háar kröfur, og svo þeim sem vilja fá góða tölvu á ekkert allt og háu verði, samanber MacBook tölvunum.
Og varðandi Hackintonsh, þá nærðu aldrey að komast nálagt þeim hraða sem býðsta með því að runna Mac Os native á makka.
Einn af sérstæðum apple er að, af því að þeir hanna móðurborðin sjáfir, þá geta þeir hannað stýrikerfið eftir þeim(eða öfugt) og náð þannig sem mestu útúr þeim. Í Hackintosh, þá ertu að að setja einhvern auka kóða inn á milli stýrikerfisins og vélbúnaðarins sem minkar töluvert getu vélbúnaðarins.
En svo er nátturulega hægt að fá sér öflugari Hackintosh sem jafnar makka í hraða, en þá ertu líka kominn í líkan verðflokk og makkinn kostar.
Svo er líka eitt sem þú verður að átta þig á, og það er það að alliri íhlutir í Apple tölvum eru hágæða vörur. Þó að td. RAMið líti í fyrstu út fyrir að vera jafn stórt og eiginlega það sama og í einhverju PC tölvu sem er helmingi ódýrara, þá þarf það ekki að vera.
Svo eru Apple líka í gríðarlega góðu samstarfi við fyrirtæki í toppi bransans, eins og nVidia og Intel, og geta fengið þá til að hanna íhluti fyrir sig, samanber td. Örgjörvan í öllum nýju MacBook tölvunum og svo skjákortin í þeim, sem komu út löngu áður en þau sáust á örðum tölvum(9400m og 9600m).
Og svo nenni ég ekki að halda áfram að telja, allavegana í bili…