Ég ætla að byrja á því að taka það fram að ég mun koma upp um nokkra fáránlega trivial galla, þannig að ekkert vera að væla ef að það er e-ð smávaxið sem skiptir engu máli sem ég er að væla yfir. Ég byggi þessa grein algjörlega á eigin reynslu, þannig að einn og einn hlutur gæti verið rangur, hafið það í huga.
Ég á 16GB iPod, sem er við nánari athugun 14.8GB. Ég er ekki búinn að nota jailbreak, hann er að mestu leiti á upprunalegum stillingum.
Ég ætla að byrja á því að fara yfir gallana, síðan koma kostir.
Gallar
Gallarnir á iPod Touch eru allsvakalega margir, en litlir.
1. Lyklaborðið. Þegar iPodinn er á hlið er fínt að nota lyklaborðið. Þá er gott bil á milli stafanna og tiltölulega auðvelt að hitta á rétta stafi. Á hinn bóginn, þegar hann er lóðréttur verður lyklaborðið samanþjappað og mjög óþægilegt að hitta á það. Einhver mest pirrandi gallinn er líka auto-correct functionin. Það er ekki hægt að slökkva á henni, og maður þarf að slökkva á pop-up glugganum með leiðréttingunni í hvert skipti sem hún kemur, annars þarf að fara til baka og skrifa orðið aftur. Einning vantar íslenskt lyklaborð.
Lausn: Hægt væri að stilla iPoddinn þannig að alltaf þegar lyklaborðið yrði virkt væri það lárétt. Það er nú þegar hægt á netinu, en ekki þegar maður breytir contacts og fleira í þeim dúr.
2. Bugs, ásamt ýmsum smávandamálum.
Það sem mér finnst mest pirrandi er að þegar ég ýti á menu takkann (eini takkinn á iPoddinum fyrir utan on/off takkann á toppnum) og slide-a til að unlocka iPoddinn á hann til í að hoppa beint í main menu, semsagt eins og að ég hefði ýtt á takkann, unlockað og síðan ýtt aftur til að fara úr tónlistarspilunarham og í aðalvalmynd. Þetta veldur því að ég þarf að eyða kröftum í að ýta aftur á music-takkann neðst.
Annað er að taka hann af hold. Í stað gamla, góða, litla takkanns sem maður hreyfir á gömlu spilurunum þarf maður núna að renna fingri einhverja 6-7 cm eftir skjánum.
Lausn: Setja gamla, góða hold takkann á.
Seek function. Seek functionin er allt of ónákvæm. Þegar maður er búinn að finna staðinn og tekur puttann af skjánum getur sliderinn færst til um einhverja 20 sekúndur í hvora átt, ef ég miða við u.þ.b. fjögurra mín. langt lag. Ef ég er í bíl sem hristist er næstum ómögulegt að stilla almennilega og ef ég er úti að ganga þarf ég annað hvort að ganga mjög hægt og rólega eða þá einfaldlega stoppa á meðan ég geri þetta. Ef maður er að horfa á um 60 mín. langt myndmand getur það munað allt að tvem mínútum.
Lausn: Lítið hjól, eða strik neðst á spilarann, fyrir neðan menu takkann sem virkar eins og touch wheel á gömlu iPoddunum.
Að skipta um lag.
Það er tímafrekt að skipta um lag, bæði þar sem það að taka hann af hold er erfitt og svo er erfitt að gera það blindandi, því maður verður að hitta nákvæmlega á takkann á snertiskjánum. Ég vil oft sitja á iPoddinum þegar ég er í bíl. Á Nano-inum mínum gat ég skipt um lag blindandi á meðan ég sat á honum, en með hinu nýja fyrirkomulagi þarf ég að taka hann undan bossanum og horfa á þegar ég skipti.
Lausn: hafa á strikinu sem ég stakk uppá í síðustu lausn, eða bara fyrir ofan/neðan, jafnvel á hliðunum takka í eftirfarandi röð: “Previous / Fast Rewind - Play / Pause - Next / Fast Forward.” Með þessu fæ ég mína ánægju úr því að sitja á tækjum.
Læsing.
Hægt er að stilla iPoddinn á að læsa sér, þegar maður setur hann á hold, strax, eftir eina mín, 5, 15, 60 og svo fjórar klukkustundir. Ég yrði ánægður með að geta stillt hann á 30 mín, en sú er ekki raunin. Þetta á einnig við um nokkra aðra hluti sem ég man ekki hverjir eru.
Lausn: Rétt eins og maður stillti vekjaraklukku í gömlu spilurunum og Touch, ætti að vera hægt að stilla þetta eins.
Óstjórnlegur skjár.
Þegar maður snýr iPoddinum á hlið (lárétt) þegar maður er í music kemur upp cover flow. Þegar maður gerir það í Safari verður browserinn breiðari svo maður sér meira, eða a.m.k. í öðrum hlutföllum. Þetta er mjög gott, en hinsvegar er ekki hægt að læsa þessu svo að maður geti legið með spilarann á hlið þegar maður vafrar á netinu.
Lausn: Möguleiki til að læsa þessu í stillingum.
4. Safari, vafrinn.
Safari er svo til gallalaus, en þó eru nokkrir kvillar.
Það er ekki hægt að zooma eins mikið og ég vildi hafa það. Það er t.d. mjög erfitt að sjá smáatriði á litlum síðum (sem eru þá litlar að stærð sem þær taka á skjánum). Dæmi um litla síðu er t.d. forsíða Google.
Lausn: Slider!
Flash.
Það vantar innbyggðan flash player fyrir leiki og síður sem byggjast algjörlega á flash. Gefin lausn er vitaskuld innbyggður flash player.
5. Myndbandsspilun.
Þetta er að mestu leiti gallalaust, en hinsvegar er ekki hægt að setja iPoddinn á hold án þess að slökkva á honum, þannig að maður verður að halda á honum þannig að maður snerti ekki skjáinn, annars kemur video control interface-ið upp sem tekur um hálfann skjáinn.
6. Myndaskoðun.
Eins og með Safari væri fínt að geta zoomað aðeins nákvæmar. Sama lausn.
Þá eru allir (helstu) gallarnir upptaldir, nú skal ég snúa mér að kostum.
1. Tónlistarspilun.
Maður er mjög snöggur að finna þá tónlist sem maður vill spila. Neðst á skjánum hef ég stillt takkana svona: “Playlists - Artists - Albums - Songs - More.” More inniheldur þá podcasts og fleira. Þegar ég spila eitthvað í playlist get ég tvítappað (tvíklikka) á album artwork-ið til að komast í það album, sem flýtir mikið fyrir.
Ef ég sný iPoddinum á hlið fæ ég cover flow, enn önnur snögg leið sem ég hef þó ekki tamið mér.
2. Myndbönd.
3.5 tommu skjár er nú einn stór plús og er það helsti markverði kosturinn við þetta.
3. Youtube.
Ekki stakur galli á youtube!
4. Óbrjótanlegur.
Eins og margir vita eru snertiskjáir frekar viðkvæmir, þó svo að sú sé ekki raunin hjá iPod Touch. Fyrir utan stöku fingraför sem hægt er að þurrka af er skjárinn ennþá eins og hann var daginn sem ég keypti iPoddinn.
Lokaorð
Eins og sjá má er þetta kannski svolítið neikvæð lýsing, en iPod Touch er hinsvegar peninganna virði og þvílík kostakaup að hann er sko alveg hverrar krónu virði!
Ég mæli með því að fólk skoði þetta, það er fátt betra en að geta horft á Transformers í stærðfræðitíma. ;)