Byrjum rólega :
iPod Shuffle var kynntur í nýjum litum, fjólubláum, bláum, grænum og silfruðum, einnig var kynntur iPod Shuffle Product Red sem er augljóslega rauður og af hverjum keyptum iPod Shuffe Product Red fara 10 $ til styrktar baráttunni gegn alnæmi í Afríku. Hann fæst í 1 gígabæta útgáfu sem tekur rúm 240 lög.
iPod Nano
Þriðja kynslóðin af iPod Nano fékk gersamlega aðra hönnun og stýrikerfi. Hann er breiðari og þynnri en fyrri kynslóðir af spilaranum og er hann me; 2“ skjá með video-afspilunar möguleika.
Stýrikerfið er algert meistaraverk. Hægt er að fletta í gegnum plötur í gegnum Coverflow (svipað og í iPhone) og á hliðinni er sýndar plötuforsíður af handahófi. Einnig er hann með nýtt og þæginlegari Search-möguleika. Hann fæst í 4 gígabæta og 8 gígabæta útgáfu.
iPod Classic
Sjötta kynslóð iPod, forveri hans er vanlega kallaður iPod Video. iPod Classic fæst í silfurlituðum og svörtum og 80 gígabæta og 160 gígabæta útgáfum. Hann er með 2,5” skjá. Stýrikerfið er það sama og í iPod Nano, Cowerflow, Random Albumart og Serch, einnig eru nýjir leikir í bæði iPod Nano og iPod Classic.
iPod Touch!
Rúsínan í pylsuendanum! iPod Touch er með 3,5 " snertiskjá alveg eins og iPhone, nema að iPod Touch er aðeins 8 mm þykkur! Hann fæst í 8 gígabæta og 16 gígabæta útgáfum.
iPod Touch hefur nákvæmlega sömu eiginleika og iPhone fyrir utan síma-eiginleikana. Hann getur tengst við WiFi-network og hægt er að vafra ; netinu og skoðað myndbönd á YouTube, þú getur snúið iPod Touch á hlið og farið í gegnum tónlistina í Cower Flow, skoðað síður í landskapemode og margt fleira!
Nýju iPodarnir hafa eiginlega alveg óendanlega eiginleika, iPod-línan hefur aldrei verið betri og Apple á hól skilið fyrir hana!
Það er nefnilega það.