Mac OS X Leopard Mac OS X Leopard verður næsta stýrikerfi Apple manna og ætla að segja frá ýmsum eiginleikum þess, uppfærslum og nýjum forritum.

Time Machine
Með þessu forrit getur þú náð í gamalar möppur, skjöl, myndir og margt fleira sem þú óvart eytt. Einnig geturðu náð í gamla contacta úr Address Book. Time Machine gerir
sjálfkrafa varaeintak af öllum skjölum, myndum, möppum og svo framvegis en þú getur líka valið hvaða hluti þú vilt ekki afrita. Time Machine gerir afrit á miðnætti á
hverjum degi en þú getur líka stillt það á annan tíma.

http://www.apple.com/macosx/leopard/timemachine.html

Mail
Mail í Leopard gefur þér tækifæri á að gefa tölvubréfunum sem þú sendir flott útlit. Yfir 30 sniðmót eru fáanleg og þú getur stillt þau að vild og sett myndir inn í þau.
Jafnvel PC notendur geta séð þessi flottu tölvubréf. Annar eiginleiki að nafni Notes gerir þér kleift að skrifa niður minnispunkta fljótt og örugglega, sem getur innihaldið
veftengla, myndir, litaðan texta, viðbætur og margt fleira. RSS stuðningur í Mail verður í Leopard. Nýju greinarnar berast í póstkassann þinn um leið og þær eru skrifaðar.
Með Mail getur þú flokkað greinarnar og rennt hratt og auðveldlega í gegnum þær.

http://www.apple.com/macosx/leopard/mail.html

iChat
Í iChat í Leopard getur þú talað við vini þína í gegnum vefmyndavél og látið líta út eins og þú sért staddur á eyðieyju, stórborg eða fjallgarði. Náðu einfaldlega í mynd eða
myndband úr iPhoto, iMovie eða Finder og myndin eða myndbandið er komið í bakgrunn. Einnig geturðu notað fyndna Photo Booth Effects til að gera myndina áhugaverðari. Einnig
er iChat Screen Sharing í Leopard sem gerir þér og vini þínum kleyft að bóka flug saman eða vafra um netið og getið þið líka talað saman með hljóðnema á meðan. Með iChat Teacher
getur þú sýnt vini þínum myndir úr iPhoto, PowerPoint sýningar og fleira. Einnig eru samtöl þín í flipum sem gerir þér auðveldara fyrir að fletta í gegnum þau.

http://www.apple.com/macosx/leopard/ichat.html

Spaces
Nýtt í Leopard, gerir þér kleyft að koma skipulagi á verkefni þín. Dragðu einfaldlega öll forrit sem þú ert að vinna í að einu verkefni í nýtt space og annað verkefni í annað
space. Síðan getur þú flett á milli þeirra með nokkrum lyklaborðsskipunum eða séð þau öll. Þannig getur þú auðveldlega komið góðu skipulagi á vinnu þína og verkefni.

http://www.apple.com/macosx/leopard/spaces.html

Dashboard
Dashboard í Leopard inniheldur fullt af nýjum widgets, þar á meðal Web Widget. Opnaðu einfaldlega síðu í Safari og ýttu á Open In Dashboard. Þá opnast síðan í widget í Dashboard
sem þú getur stillt að vild og hann hagar sér eins og alvöru síðan. Einnig verður Movie Widget sem þú getur þú getur notað til að finna myndir og sýningartíma. Með Dashcode getur
þú búið til þinn eigin widget þó að þú hafir enga forritunarkunnáttu. Veldu bara snið, t.d. niðurtalningu, RSS rit, Photocast, Podcast, mæli eða tóm snið og býrð til widget.

http://www.apple.com/macosx/leopard/dashboard.html

Spotlight
Margir nýjir eiginleikar eru í Spotlight fyrir Leopard, t.d. geturðu nú leitað á öðrum tölvum sem þú hefur sett upp sem remote tölvu og Quick Look sem gerir þér kleift að líta
á skjölin sem birtast við leitina án þess að þurfa að opna neitt forrit, jafnvel QuickTime myndir spilast í preview glugganum. Einnig er leitin sjálf bætt nýjum eiginleikum.

http://www.apple.com/macosx/leopard/spotlight.html

iCal
Nýjir eiginleikar í iChat í Leopard gerir þér kleyft að skipuleggja fund eða uppákomu og fólkið sem á að mæta á fundinn hjálpa þér að skipuleggja hann með því að setja inn
á atburðinn skjöl, myndir og fleira á atburðinn í iCal með því að nota iCal server. Þú getur einnig látið iCal geyma pláss á fundinum fyrir þá persónu sem þú sendir boðskort á
fundinn til.

http://www.apple.com/macosx/leopard/ical.html

Ýmsir aðrir nýjir eiginleikar eru í Leopard, t.d. ný tækni í röddum í VoiceOver og Core Animation grafík. Þannig að ég bíð spenntur fyrir þessu stýrikerfi og ég vona að það standi
undir væntingum mínum.