Nú um helgina gaf Apple út iTunes 2. Þessi útgáfa átti að
bæta úr nokkrum vanköntum sem voru á forritinu. Nú er til
dæmis loksins kominn Tónjafnari og er hann með 20
forstillingum. Auk þess er komið s.k. Crossfader sem er
mjög kúl fídus og svo mun iTunes2 auðvitað synca við iPod
þegar hann kemur.
Ég var ekki seinn á mér að ná í þessa snilld fyrir Mac Os
X.1 og verð að segja að vonbrigðin voru töluverð.
Tónjafnarinn þrælvirkar að vísu en þá er það eiginlega
upptalið. Crossfaderinn feidar lögin út en blastar svo næsta
lagi. Kemur mjög skringilega út, auk þess sem að oft á
tíðum kemur bil á milli laga. Rétt virkni væri að lagið sem er
að klárast feidast út og það sem er að byrja feidar inn með
engu bili á milli.
Visual effektin sem ég notaði mikið í iTunes 1 er vægast
sagt hræðilegur. Hann rétt höktir áfram á nokkrum römmum
á sekúndu þegar hann er stilldur á full screen. Í ofanálag
þá tekur iTunes 2 ótrúlega mikið af vinnslugetu tölvunnar til
sín, sem er mjög slæmt þar sem mp3 spilarar eru mest
notaðir í bakgrunni þegar verið er að vinna í öðrum forritum.
Ég hef ekki reynt að brenna disk í iTunes 2 ennþá þannig
að ég veit ekki hvernig það virkar.
Til að gera þessa bögguðu uppfærslu að hreinu stórslysi þá
átti víst installerinn það til að eyða öllum gögnum af hörðum
diskum sem voru með 9.x kerfinu uppsettu. Ég slapp að
vísu við þetta en spjallið hjá Apple logar hreinlega útaf
þessu. Apple tók svo nú um helgina iTunes 2 skjalið af
síðunni hjá sér og setti upp “coming soon for Os X” í
staðinn. Þeir hafa þó greinilega notað helgina í að laga
uppsetningarforritið og linkurinn er kominn upp aftur núna.
Þetta er í raun sorgleg uppfærsla á einu besta forriti sem
völ er á.
Eitt er víst að það verður örugglega ekki gaman að sitja
mánudagsfundinn með iTunes hópnum og Hr. jobs.
Ps. það væri gaman að heyra frá einhverjum sem hefur sett
iTunes 2 upp á níunni.