Mig langaði að komast að því hvort einhver hérna hefði
einhverja reynslu af fjarstýringum sem hægt er að nota við
Makkann sinn, helst þá með USB móttökutæki.
Er kominn með svolitla leið á að draga lyklaborðið með mér
upp í rúm til að horfa á DVD ;)
Svo væri líka snilld að geta stjórnað Audion úr hinum
endanum á herberginu og svona…
Hefur einhver hérna fest kaup á einhverju svona og getur
mælt með einhverju? Og þá helst með power takka, svo hægt
sé að slökkva á tölvunni auðveldlega? (Það vantar
tilfinnanlega tímastilli í Apple DVD spilarann til að slökkva á
tölvunni eftir ákveðinn tíma, fyrst Energy Saver slökkvidæmið
virkar ekki með honum, og ekki AppleScript heldur…)