ég verð að segja allavega fyrir mig að ég sakna þess að geta
hamrað á ræsitakkann á lyklaborðinu og svo enter til að
slökkva á makkanum mínum… nýju apple lyklaborðin eru víst
ekki með neinum slíkum takka…

þannig að ég ákvað bara að skrifa einfala applescript skriftu til
að sjá um þetta, og notaði svo lyklaborðsstjórnborðið til að
binda hana við F15 takkann (eins nálægt gamla
ræsitakkastaðnum og maður kemst…). skriftan er eins og ég
sagði mjög einföld og lítur svona út:



set aAdSlokkva to display dialog “Do you really want to shut
me down?” & return & return buttons {“Cancel”, “Restart”,
“Shut Down”} default button “Shut Down” with icon caution
giving up after 90

if button returned of aAdSlokkva is “Shut Down” then
tell application “Finder”
shut down
end tell
end if

if button returned of aAdSlokkva is “Restart” then
tell application “Finder”
restart
end tell
end if



ef þið viljið getið þið bara límt þetta inn í script editor, vistað
sem forrit og bundið við F15 lykilinn, ef þið saknið gamla
takkans eins og ég.

fyrsta línan er frekar löng, en til að skipta milli lína í applescript
getið þið skellt inn svona horntáknum (val+return) á einum
eða fleiri stöðum í löngum línum til að auðvelda
skriftugerðina, en láta applescript samt lesa línuna í heild.

þar sem þessi einfalda ‘display dialog’ aðgerð í applescript
styður bara þrjá takka, varð ég að fórna einhverjum takka úr
upprunalegu meldingunni, og ákvað að sleppa svæfingunni,
því maður getur svæft alla nýlega makka með að ýta á
ræsitakkann á tölvunni sjálfri.

ég hafði svo herlegheitin á ensku, svo applescript myndi
þekkja “cancel” hnappinn og leyfa manni að ýta á hop (esc)
sem flýtileið fyrir hann. þið ráðið hvort þið hafið þetta á
íslensku og fórnið því eða ekki.

ég geri ráð fyrir að flestir hérna kunni að nota applescript, en
ef einhverjir eru ekki kunnugir þessu snilldarhjálpartóli hvet ég
þá til að kynna sér það…