Jæja, nú ætla ég að bera saman Zune og iPod 30 GB, G5.5.
Fyrir þá sem vita ekki hvað Zune er þá er hann mp3 spilari frá Microsoft, en Bill Gates keypti mp3 spilaran Gigabeat frá Toshiba og breytti útlitinu og nafninu í Zune.
Zune er með 30 GB harðadisk eins og iPod en 3” tommu TFT LCD skjá en iPod bara 2.5” LCD, svo að Zune er betri hvað það varðar. Hins vegar er iPod með mjög þægilegt menu og með snúningshjólinu kemst maður fljótt á milli laga þótt að langt sé á milli þeirra. Zune mun hins vegar vera með 6 takka, 4 til að stjórna lagavali og 2 til að fara aftur í “menu” eða áfram. Kerfið í iPod , menu-ið, er eins og flestir vita mjög einfalt og þægilegt en ekki er vitað hvernig það verður í Zune, þó að það gæti orðið afar leiðinlegt eins og í Windows stýrikerfinu.
Líklegt er að Zune mun koma út í svartlituðum, iPod-hvítum og súkkulaði brúnum, með nokkra nýja fítusa eins og wi-fi, þráðlausa tengingu milli “Zuna” og setja á svokallaða DJ stillingu, þá geta aðrir hlustað á það sem maður er með í gangi á Zune spilaranum sínum. Þeir sem eru tengdir við DJ spilarann hafa enga möguleika til að flytja lögin á milli sín eða annað og hefur því sjálfur plötusnúðurinn völdin þangað til að áhlustandi fer að hlusta á annað af sínum eigin spilara. Ef plötusnúðurinn hættir að „DJ-ast“ detta hinir út. Einnig verður hægt að deila kynningareintökum af lögum, tólistarmyndböndum og jafnvel myndum. Einnig er líklegt að Microsoft gefi út forrit að nafni Zune sem á að keppa við iTunes Store.
Zune mun vera með 2 tengjum, USB 2.0 til að hlaða hann og tengja við tölvu og síðan tengi fyrir heyrnartól.
Áætlað verð á Zune var 299$ en þar sem Apple lækkaði verðið á iPod niður í 249$, er þess vegna er líklegt að Zune verði seldur sama verði og iPod en þá með tapi.
Ég gef iPod 8 í einkunn en
Zune 8.5 vegna flottra wi-fi eginleika.
Mér finnst samt ólíklegt að Zune nái miklum vinsældum þar sem iPod með harðadiski er með 90% af mp3 markaðnum.
Einnig er líklegt að Apple gefi út iPod með 3” breiðtjalds snertiskjá, jafnvel fyrir útgáfu Zune.
Ég vil líka nefna það að fátt af þessu hefur verið staðfest og er sumt bara orðrómur eða ágiskun.
Þakkir til Maclantic.com
og Apple.com
Fleiri upplýsingar um iPod er hægt að finna í greininni Nýju iPodarnir.