Mér finnst umræðan hérna á /mac undanfarna daga vera lituð af svolitlum misskilningi. Mig langar að koma með nokkra punkta.

Darwin
——
Darwin, kerfið sem gluggaumhverfi MacOS X keyrir á, er byggt á BSD (sem er OpenSource). Reyndar er það nokkuð sniðug blanda af FreeBSD og NetBSD með smá slettu af OpenBSD [að mér skilst]. Darwin er til fyrir Makka og PC samhæfðar tölvur og hægt er að nálgast það á http://www.opensource.apple.com/

Ekki að ‘stela’
—————
Apple er ekki að ‘stela’ frá OpenSource fólki. Apple gefur allt sem það tekur til baka og meira til. T.d. þá er NetInfo, directory kerfið í MacOS X, hluti af Darwin þó það sé tekið úr NextStep. Önnur verkefni sem eru í gangi eru m.a. CDSA (öryggiskerfið í MacOS X), OpenPlay og NetSprocket (multi-platform staðall til að auðvelda leikjaforriturum að aðlaga leikina sína að mismunandi aukahlutum; stýripinnum, stýrum, game-controllerum o.s.frv.). Svo er auðvitað QuickTime Streaming server.

Umsagnir OpenSource fólks
————————-
OpenSource fólk er almennt ánægt með Darwin, s.b.r. http://maccentral.macworld.com/news/9906/07.opensource.shtml og nokkrir BSD sérfræðingar eru að vinna hjá Apple sbr. http://daily.daemonnews.org/view_story.php3?story_id=2143
OpenSource menn er líka mjög ánægðir að Apple skuli lista böggana eins vel og þeir gera á http://www.opensource.apple.com/bugs/ þar sem allir geta séð alla bögga sem búið er að reporta. Mig þætti gaman að sjá listann fyrir Linux :D Og já, á meðan ég man…þetta eru _allir_ þekktir böggar í Darwin; leystir, óleystir o.s.frv.

Einnig vil ég benda á http://www.opensource.apple.com/projects/darwin/ þar sem menn geta sótt source kóðann í heild sinni OG binary installera (Toast .image á Mac og ISO fyrir x86) svo ekki sé minnst á CVS tréð sem Apple heldur úti. Það er meira en hægt er að segja um sum Linux ‘distro’

BSD

BSD er ‘free’ eða eins og kaninn orðar það ‘free as in free speech and free as in free beer’. Linux er dreift undir GPL leyfinu, en það takmarkar ‘frelsið’ á þann hátt að ef þú notar rétt þinn til tjáningarfrelsis, breytir einhverju, þá verður þú að segja öllum það. BSD virkar ekki svona. Það getur hver sem er tekið hvað sem er úr BSD og gert hvað sem þeir vilja við það án þess að segja þeim hvað þeir gerðu sbr. http://www.openbsd.org/cgi-bin/cvsweb/src/sbin/ipf/Attic/ipf.c en þar segir m.a. “software
which OpenBSD uses and redistributes must be free to all (be they
people or companies), for any purpose they wish to use it, including modification, use, peeing on, or even integration into baby mulching machines or atomic bombs to be dropped on Australia.”

Apple _þarf ekki_ að gefa út Darwin, en þeir gera það samt og stimpla stoltir “BSD” alls staðar þar sem grunnur MacOS X er til umræðu. Microsoft notar hluti úr BSD, en það kemur hvergi fram í auglýsingum þó hægt sé að sjá það hérna t.d.: http://msdn.microsoft.com/library/default.asp?url=/library/en-us/vccore98/HTML/_core_windows_sockets.3a_.background.asp

Kynnið ykkur endilega málið áður en þið komið með órökstuddar athugasemdir hérna, en endilega bendið mér á eitthvað sem ég hef gleymt eða ef ég hef farið með rangt mál.

Friðu