Jæja. Keynotið hans Steve Jobs er búið og skilur eftir helling af frábærum fréttum. Lesið allt um þær á www.apple.com .
Í stuttu máli sagt voru kynntar nýjar G4-tölvur, talsvert hraðvirkari, hraðari iMakkar sem eru allir með innbyggðum skrifara.
Bestu fréttirnar að mínu mati er samt uppfærsla á Mac OS X ( http://www.apple.com/macosx/newversion).
Kerfið er orðið tvisvar til þrisvar sinnum hraðvirkara, fleiri forrit eru komin, það er hægt að færa Dock-ið og fleira.
Auk þess kom maður frá Blizzard fram og sýndi Warcraft III sem stefnt er að því að muni koma á sama tíma og PC-útgáfan!!