Hvaða tölvur eru notaðar í skólanum þínum eða vinnunni þinni, kemur málinu nákvæmlega ekki neitt við.
Nei, Mac er ekki 4x hraðvirkari, þó að Mackamönnum hætti til að ýkja aðeins í hverju Mackinn er betri. Mackinn er skartaður PowerPC örgjörvanum sem hefur aðra og betri kosti heldur en það að vera hraðvirkari en Pentium (sem hann er í mörgu, en mjög svipaður í öðru).
Munurinn á G3 og G4 til dæmis er sú að í G4 eru skipanir sem forritin þurfa að styðja. Apple passar vel upp á Adobe og co, og passar að þessi forrit noti þessar skipanir, og þess vegna hefur Mackinn alltaf verið svona æðislegur í grafík og þessháttar, vegna þess að Apple passar vel að Adobe, Motorola (sem býr til PowerPC örgjörvana) og allir, séu að fylgjast með hvað er í gangi.
Í Windows-heiminum, aftur á móti, tekur það bókstaflega mörg ár fyrir mörg mjög stór og mikilvæg forrit, að drullast til að nota þessar skipanir. Þær eru kynntar, en síðan er það bara á ábyrgð forritaranna að nota þessar skipanir, á meðan Apple er miklu meira að halda utan um allt batteríið.
Þetta er ástæðan fyrir því að Apple hefur fengið á sinn þann orðstír að þykjast alltaf vera mamma & pabbi manns. Það er bæði vegna þess að margir okkar ofurnördanna vilja meina að það sé ekkert hægt að gera í MacOS af viti (vegna þess einmitt að viðkomandi menn *skilja ekki* neitt sem er ekki hvítt með svörtum bakgrunni), sem og að Apple virkilega passar þessa hluti fyrir mann.
Apple er ekki að framleiða tölvur til þess að þú getir pingað og traceroutað og farið að tala við geimverur. Apple er að framleiða tölvur sem eru hugsaðar *sem verkfæri*, hvort sem er til leikja eða starfa. Þess vegna eru Apple að gera mjög góðar vélar sem henta nánast öllum, og núna sérstaklega með tilkomu MacOS 10, sem ég er mjög spenntur fyrir að sjá hvernig plumar sig.
En ég sé einnig að þú ert haldinn þessum sorglegu fordómum gagnvart forritum á Netinu. Ef þú athugar tölfræðina muntu sjá að það er mjög svipað magn hugbúnaðar til fyrir Macintosh og PC.
Hefurðu heyrt Linux-menn væla yfir skorti á hugbúnaði? Linux verður 10 ára í ár, vissirðu það? MacOS verður 18 ára í ár. Hvernig hvarflar það að mönnum að ekki sé til nákvæmlega *allt* sem þú þarft á MacOS?
Sjálfur er ég *mjög* reyndur Macintosh-notandi, *mjög* reyndur Linux-notandi, og *mjög* reyndur Windows notandi. Ég nota Linux sjálfur í augnablikinu, en helst vil ég einmitt nota Linux… á Macintosh vélar! Traustar og dyggar vélar með innimat sem segir sex. MacOS finnst mér æðislegt, vegna þess að þó ég vilji *geta* krukkað í skrám “the hard way”, þá hef ég nákvæmlega ekki eina einustu ástæðu til þess!
Go pro.
Go Mac.
Friður.