Ég ætla aðeins að segja ykkur frá þessum nýja ipodi sem er nýkominn á markað.
Það er hægt að velja um 30gb eða 60gb og þú getir valið um svartan eða hvítan
þeir eru mun þynnri en gamli ipodinn og getur geymt meira magn af tónlist.
Í þessum ipodi er hægt að skoða myndirnar sínar og horfa á video sem er nýr möguleiki í ipodi.
þú getur horft á bíómyndir,tónlistarmynbönd, sjónvarpsþætti og einnig er hægt að downloda video podcast af itunes frítt. Skjárinn á þessum ipodi er 2,5-inch og er með 260.000 litaskjá. Það er hægt tengja ipodinn með sérstakri snúru við sjónvarpið og þá geturðu hlustað á lögin þín svo allir geta heyrt eða haft slideshow eða bara horft á góða bíómyndi, sjónvarpsþátt eða bara hvað sem þú vilt.
Síðan er komið dagatal þar sem þú getur sett dagskráina þína yfir daginn og það er líka contact listi og þar geturðu sett myndir með fólki á og síðan upplýsingar um hvernig má hafa samband við það. Það flott klukka í þessum ipodi þar sem þú getur valið tíma hvaðan sem er úr heiminum og síðan geturðu valið 4 tímapunkta til að hafa á upphafsreitnum. Síðan eru sömu gömlu leikirnir nema bara í lit.(kapall, music quiz, brik og paracute) svo dugar batteríið í honum í mestalagi 20 klukkustundir og síðan fylgir taska með honum.
30gb ipodinn kostar $299 og getur geymt 7,500 lög
60gb ipodinn kostar $399 og getur geymt 14.000 lög