Marathon Þríleikurinn Hér á Huga eru margar greinar um nýjustu tölvuleikina (og hér á þessu áhugamáli er lítið um greinar um tölvuleiki) en hvað með þá gömlu góðu? Grafík er afstætt hugtak og breytist með tímanum og tölvuleikir þurfa ekki að hafa grafík til að vera góðir eins og sumir halda. Sumir leikir þurfa hana kannski því þeim vantar allt hitt. Bíll með rosavél en engin dekk kemst ekki langt… Það má líka nefna það að ef fólk vill prófa þessa leiki sem ég er einmitt að fara að skrifa um þá hefur Bungie, framleiðendur þeirra, nýverið ákveðið að það sé leyfilegt að dreyfa þeim frítt á netinu og er hægt að nálgast þá á http://trilogyrelease.bungie.org bæði fyrir mac og pc. (og jafnvel fleiri stýrikerfi).

Marathon þríleikurinn, hver man ekki eftir honum? Ja, það eru mjög líklega þónokkrir sem aldrei fengu að spila þessa frábæru leiki þar sem þeir voru frekar miklir cult leikir og voru aðalega gefnir út fyrir Macintosh á þeim árum þegar PC var með algjöra yfirburði sambandi við tölvumarkaðinn og leikjamarkaðinn. Þótt Marathon 2 hafi reyndar verið gefin út fyrir PC vakti hann aldrei mikla athygli. Enda vantaði fyrri hlutann, Marathon 1. Ef fólk spyr hvað sé svona sérstakt við þessa leiki þá get ég svarað því á margan hátt. Í fyrsta lagi get ég nefnt það að ég hef spilað þessa þrjá leiki í kringum 10 ár núna, unnið við gerð aukapakka fyrir leikinn ( Heimasíða aukapakkans míns ) í rúm 4 ár eða svo. Tekið þátt í miklum umræðum og stórum “third party” verkefnum tengd leikjunum og fleira og fleira. Það skrýtnasta við allt í kringum þessa leiki er það að költið/samfélagið hjá aðdáendum þess er ennþá lifandi, og er búið að vera það síðan 1993 þegar leikurinn kom fyrst út. Það sem þessi leikir spanna helst er framúrskarandi grafík á umræddum tíma og það sem mest allir FPS leikir höfðu ekki á þessum alræmdu tíma DOOM, en það var ekta, flókin söguþráður. Stundum finnst mér Marathon söguþráðurinn jafnvel magnaðari en Final Fantasy söguþræðirnir. En það er hægt að lesa meira um sögu marathon hér.

En við skulum byrja á byrjuninni. Marathon 1 kom út 1993, og var gerður af Bungie Studios, þeir sömu og voru síðan seinna meir keyptir af Microsoft og gerðu síðan hina margrómuðu Halo leiki sem eru sagðir vera byggðir á Marathon leikjunum. Þessi leikur markaði byrjunina á Marathon þríleiknum með því að aðalhetjan hittir geimverukynið Pfhor í fyrsta skipti þegar þeir ráðast á Marathon skipið, sem er geimskip sem hefur verið gert úr einu af tungli Mars (Deimos) og er semsagt sent í leiðangur til að koma upp nýlendu á Tau Ceti. Pfhor ráðast einfaldlega á skipið en eins og í Halo þá er spilarinn/aðalhetjan Cyborg á hæsta gæða stigi og auðvitað gerir sig lítið um og stoppar árásina þótt að leikurinn flækist mikið þar sem ein gervigreindin á skipinu brjálast og annari er stolið af Pfhor. Og eins og í Halo er kvenkyns gervigreind sem endar svo á því að skipa þér fyrir sem ber nafnið Leela. (Cortana í Halo) Eins og sést er margt sem tengir þessa leiki saman enda átti Halo fyrst að vera framhald að Marathon á fyrsta stigi gerð leiksins en það breyttist svo.

Marathon 2 gerist þó mest ekki í geimskipi eins og fyrirrennari hans Marathon 1, en Marathon 2 gerist á Lh’owon sem er heimaveröld S’pht kynsins sem voru notaðir á tímabili sem þrælar hjá Pfhor. Leikurinn snýst svo á allan hátt í kringum þetta á einhvern hátt. Eins og Marathon 1 þá var Marathon 2 gerður af Bungie eins og ætla mætti en leikurinn hefur tekið breytingum, ný vél, ný og endurbætt vopn og geimverur, hljóð og allur pakkinn einfaldlega.

Svo kemur Marathon Infinity í kringum 1996. Margir halda því fram að þessi leikur sé ekki Marathon 3 enda var það ekki Bungie sem gerðu þennan leik heldur góðkunningjar þeirra og fyrrverandi starfsmenn sem höfðu stofnað Double Aught á þessum tíma og unnu tildæmis við gerð leiksins Duality en Marathon Infinity var sá eini sem þeir kláruðu ef ég man rétt. Marathon Infinity notast við Marathon 2 vélina en þó ansi endurbættur með nýtt vopn, ný skrímsli og margar minniháttar endurbætur og svo með mjög svo góða borðahönnun. En sagan í Marathon Infinity er allt of flókin til að lýsa hér. Ég einfaldlega á sjálfur í vandræðum með að skilja hana meira að segja. Þannig að ég ætla ekkert að fara oní þráðana á því til öryggis svo ég fari ekki með einhverja helvítis vitleysu.

Bungie ákváðu síðan að skella þessu öllu í einn pakka ásamt fullt af aukadóti, Þá fæddist Marathon Trilogy Boxið. Með því kom svo Forge og Anvil sem eru semsagt forritin sem notuð eru við gerð aukapakka fyrir Marathon, Anvil sér um “sprites”, physic vélina, hljóð og fleira meðan Forge er notað til að hanna borð. Við þetta komu margir “third party” aukapakkar út og í þeim flokki má nefna aukapakka eins og Marathon RED, Rubicon, Marathon Evil, Tempus Irae og svo framvegis. Þótt ótrúlegt sé eru ennþá verið að gera aukapakka/mods fyrir Marathon og nýverið kom meira að segja út pakki fyrir Marathon 1 sem ber nafnið Phoenix Falling ef ég man rétt. Það stærsta sem er núna að gerast eru aukapakkar eins og Eternal sem reyndar er kominn út en er samt ennþá verið að endurbæta hann. Svo má nefna Portal of Sigma, Apophysis og Solace en meira má nefna ef tími gefst.

Það project sem hefur örugglega breytt, bætt og auglýst framtíð Marathon mest er þó Aleph One verkefnið en það er semsagt verkefni þar sem forritarar hafa tekið Marathon 2 kóðann (Bungie hafa dreyft honum frítt) og breytt og bætt hann og má þá nefna að núna er hægt að spila Marathon leikina á netinu, á OSX Windows, Linux, BeOS og meira að segja Dreamcast en allt var þetta gert án Bungie. Má þar líka nefna að Aleph One hefur gert Marathon leikina OpenGL hæfa og þýðir það semsagt möguleikar til að bæta við betri grafík.

Ef þið viljið nálgast þessa leiki (ekki stór download fyrir þá sem eru með ágætis hraða en þetta er alveg mögulegt á 56k, enda er ég á 56k) En allar upplýsingar sem þið þurfið er mjög líklega hægt að finna á http://marathon.bungie.org, http://forums.bungie.org/story en þið getið halað niður leikjunum á http://trilogyrelease.bungie.org og allar upplýsingar sem þið viljið um Aleph One eru hérna http://source.bungie.org.
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson