Mác format og Macworld Jæja, þar sem að “nýlegsta” greininn inná þessu áhugamáli
er frá 25. september hef ég ákveðið að senda inn grein.
Hjómar hún svona:

Ég stóð niðri í bókabúð í hamraborginni og var að fara að
kaupa mér bók, um leið og konan kemur og spyr “get ég
aðstoðað.” Rek ég augun í gamlan vin: Mác format.

Ég veit harla lítið um sögu þessa blaðs eða eitthvað en veit ég
að það er mjög nytsamlegt blað. Fyrir aðeins þúsund kall
geturðu fengið nasaþefinn af öllu því nýjasta semað makkinn
hefur uppá að bjóða, (á meðfylgjandi disk)einnig mjög góð
leið til þess að fá nasaþefinn af hinum ýmsu tölvuleikjum og
geta snemma ákveðið hvað á að kaupa, einnig er þar glás af
sharewareum og stundum er gamall hugbúnaður (svosem
Strata vision 3d semað hefur komið til óendanlegs gangs hjá
mér þar semað ég er mjög mikill creator í mér og þetta forrit
eitt af því helstu sem að ég nota til að gera grafík í tölvuleiki
mína.) Blaðið sem að fylgir með er ótrúlega góður
viskubrunnur fyrir fólk semað vill uppfæra eða laga makkan
sinn. Eða… Já bara hálfgert makkafréttablað.

Macworld er líka ágætis blað en ekki jafn skemmtilegt og Mác
format. Macworld er fremur formlegt fyrir minn smekk en er
það nytsamlegt fyrir fólk sem að hefur gaman af
sharewareum. Þar sem að macworld er staður til að dæla
öllum mögulegum og ómögulegum sharewarum útúr einum
diski (svosem codebook 4. Mjög nytsamlegt tæki ef þú ert
svindlari í tölvuleikjum.)

Höfum þetta ekki lengra í bili. Ég vona að greinin verði
samþykkt, en ætla ég núna að halda áfram gerð “Spiral
Quests”

Hacki
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi