Sá auglýsinguna í Mogganum fyrir G5 og varð að kíkja á græjuna.
Ég veit nú mest lítið um Mac en rata eitthvað um pésana þannig að ég ætti að vera tilvalið fórnarlamb fyrir trúboð, en kannski var ég of námsmannalegur til að sölumaðurinn hefði áhuga.
Kannski móðgaði ég hann þegar ég benti á að topp G5 vélin þyrfti mun betra skjákort en FX52000… En lítum á málin svona; Ég kaupi mér tölvu fyrir 400.000 krónur. Vil ég þurfa að borga aukalega fyrir nýtt skjákort og að auki heyra að verslunin tekur ekki draslið sem er staðalbúnaður upp í? Að auglýsa svona mikla vél og bjóða hana bara með budget-skjákorti (er ekki grafík- og myndvinnsla einmitt eitthvað sem Apple státar sig af?) er ekkert nema brandari, hún ætti að koma með eitthvað á borð við Radeon 9600 Pro sem staðalbúnaði.
Hvað um það, höldum aðeins áfram á neikvæðu nótunum. Í auglýsingunni í Mogganum er sagt að G5 2GHz (leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál) sé 2,2 sinnum hraðari en P4 3.0 GHz. Sem er nokkuð meiningarlaust ef þeir segja bara hvaða örgjörvi var í pésanum. Ekki að ég efist um afl G5, en á endanum er það ekki aflið sem laðar mig að. Ég er sjúkur fyrir því að þetta er hugsanlega fyrsta tölva sem ég sé sem virðist hagleikssmíð. Innvolsið er fagurlega frágengið og allar vifturnar gefa frá sér mjög höflegt suð. Að utan er hún einföld og lagleg ólík nánast öllum PC tölvum sem ég veit um.
Mig minnir að með 20" breiðtjaldsskjá kosti 1,8GHz G5 400þ. Og það fyndna er að mér finnst það ekkert svo mikið eftir að ég er búinn að sjá skjáinn og hönnun og frágang á vélinni. 1.6GHz kostar um 200þ. án skjás og hljómar enn og aftur ekki eins og dýr búnaður þó ég gæti reyndar fengið 2 þokkalegar PC tölvur fyrir peninginn. En þær væru ekki stofustáss ásamt því að vera tölvur. Það fyndna væri það að þær væru ekki með lélegra grafíkkorti en fíni Maccinn.
Þannig að ef einhver hefur nennt að lesa í gegnum þetta, nennir sá hinn sami kannski að lesa mjög huglægan dóm. Aflið? Ég er viss um að G5 stendur fyrir sínu, þó ég viti varla hvernig hún mynda standa sig gagnvart topp-pésa. En það er ekki alveg málið, röðum saman killer PC og við yrðum snögg að fara upp fyrir 200þ. án skjás og þá er mig farið að langa í G5. Þetta er svona eins og að bera saman tjúnnaða Imprezu Turbo við Lamborghini Gallardo. Vissulega er Imprezan jafn snögg á alvöru vegum, utan kappakstursbrautar, en hvorn bílinn langar þig til að keyra.
Og það er málið, mig langar í G5 - stórir strákar þurfa líka leikföng og strákar eins og ég vilja að þau kitli á öllum sviðum. En G5 verður að fá almennilegt skjákort. Þú vilt varla að nýji Gallardoinn þinn gangi bara á 7 af tíu strokkum, er það nokkuð?