Ég átti afmæli í mars síðastliðinn og fyrir peninginn sem fékkst úr því pantaði ég
mér eitt stykki iTrip fyrir iPodinn minn.
Fyrir þá sem ekki vita er iTrip útvarpssendir fyrir iPodinn sem gerir þér kleift að
senda öll lögin af iPodinum þínum yfir í hvaða útvarp sem er innan 10 feta radíus.
Þetta er mjög þægilegt þegar þú ferð í heimsókn til vinar þíns og getur spilað það
sem þér sýnist í gegnum útvarpið hans.
Málið með iTrippið er að þessi sendir er eini sendirinn sem hefur komið út á
markaðinn sem getur sent út á öllum rásum, eða frá 87.9 til 107.9.
Eins og ég sagði fyrir ofan pantaði ég iTripið í mars, og lenti á biðlista. Ég var
búinn að bíða og bíða þangað til loks um daginn fékk ég email þar sem þeir
báðust afsökunar, og sögðu mér að iTrippið mitt væri fyrir mistök einhversstaðar í
Marokkó.
Þeir að sjálfsögðu sendu mér gripinn strax, en ég var ennþá frekar hræddur um
að tollurinn gerði sendinn upptækann, því hann er ólöglegur í Evrópu, en svo að
lokum fékk ég sendinn í gær (loksins).
Griffin tókst að pakka iTrippinu á mjög svipaðann hátt og aðrir hlutir frá Apple og
það var gaman að opna pakkann. Ég renndi yfir leiðbeiningabæklinginn og skellti
installer disknum inn í tölvuna mína og uppfærði iPodinn minn.
Ég stökk upp inn í eldhús til að prufa gripinn og vá! Þetta virkaði frábærlega! Allt í
einu gat ég spilað alla playlistana mína inní eldhúsi án þess að þurfa vesenast
með snúrur.
Svo langaði mig að vita hvort ég gæti sent lög úr iPodinum yfir aðrar stöðvar. Þá
kom upp stríðnispúkinn í mér. Ég beið eftir að mamma fór að hlusta á rás eitt og
sendi yfir tvíhöfðadiskinn “Sleikir hamstur”. Mamma náttúrulega skildi ekkert í
þessu, en það sem kom mér mest á óvart var það að hann gat spilað yfir aðrar
stöðvar án þess að neinar truflanir kæmu!
Nú get ég ekki beðið eftir að komast aftur í skólann þar sem allir ganga um með
mini útvörp og hlusta á FM 95.7, og setja almennilega tónlist á….
Þetta tæki er æðislegt þó að það hafi tekið 4 mánuði að koma til landsins, og þeir
sem eiga þriðju kynslóðar poda geta fengið sér eitt stykki eftir sumarið.