Frá klukkan 17:00 til 19:00 í gær þann 7. Janúar 2003 hélt Steve Jobs hina
alræmdu Keynote ræðu sína á http://www.macworldexpo.com/
macworld2003/V33/ind ex.cvn]Mac World San Francisco 2003 og voru
þar kynntir margir athyglisverðir hlutir og ætla ég svona aðeins að fara í
gegnum það sem Steve Jobs ræddi um.
Fyrst hófst ræðan á því að hann tilkynnti að nú væru þeir með hluti sem
myndu venjulega spanna 2 MacWorld sýningar kynnti það að um eða yfir
50.000 manns í yfir 130 löndum muni horfa á ræðuna og sé það stærsta
MPEG-4 streaming sem nokkur tíman hefur verið framkvæmd. Þar næst
bennti hann á að 7,8 milljón manns höfðu heimsótt Apple switch síðuna og
þar af hafi 68% verið heimsóknir frá Windows notendum ( það er yfir 5
milljón Windows notendur). Hann minntist einnig að nú væru komnar 51
Apple Store verslanir og þar af eru 50% heimsókna í þær Windows
notendur og að heimsóknir í þær í Desember mánuði hafi verið 1,4
milljónir. Síðan ræddi hann um hinar og þessar staðreyndir svo sem að
1.100.000 eintökum af iCal höfðu verið
sótt á heimasíðu Apple, að það væru 250.000 .Mac áskrifendur, að Apple
hefði sent frá sér 400.00 iPod stykki.
Eftir tölfræði rununa kom kynningin á fyrstu nýjunginni og var það
snjóbretta úlpa frá fyrirtækinu Burton
Snowboards í samvinnu við Apple, þessar snjóbretta úlpur eru með
innbyggðan stuðning við iPod frá
Apple og geturðu stýrt honum með stýribúnaði á ermum úlpunar. Úlpan er
úr efni er kallast 3L GORE-TEX og lofað er að það haldi frá hvaða bleytu
sem er. Úlpan kemur í 4 stærðum (S, M, L og XL) og kostar $499 (athugið
verðið inniheldur ekki iPod) og er einungis hægt að panta af http://
store.apple.com/]vefverslun Apple.com og er einungis til í takmörkuðu
upplagi. Skoðaðu Burton Amp síðu
Apple.com og iPod síðu Apple.com[/
url] fyrir meiri upplýsingar.
Að lokinni þessari stuttu umfjöllun á úlpunni var bent á að boðið yrði upp á
afslátt á M ircrosoft
Office v.X pakkanum með nýjum vélum, og geta þeir sem kaupa nýjar
vélar frá Apple fram til 7. Apríl fyrir $199 (tilboðið gildir einungis í
Bandaríkjunum að ég best veit).
Næst á dagskrá var svo smá ábendingar á stóru forritin sem komin eru út
fyrir MacOS X: http://www.apple.com/macosx/applications/office/
]Mircrosoft Office v.X, http://www.apple.com/macosx/applications/
quickbo oks/] Intuit QuickBooks, http://www.apple.com/games/
articles/2002/12/nasc ar/]Nascar, http://www.apple.com/macosx/
applications/directo r/]Macromedia Director MX og http://
www.apple.com/macosx/applications/virtual pc/]Connectix Virtual PC 6[/
url]. Og var síðan sýnd kynning af Pro Tools fyrir MacOS X frá http://
www.digidesign.com/]Digidesign, fyrirtækið lofar svo að það muni
gefa út forritið í lok mánaðarins.
Næst var svo kynnt Final Cut
Express sem er einfaldlega að sögn Apple nákvæmlega það sama og
Final Cut Pro nema með skerta eiginleika sem eiga víst einungis að nýtast
atvinnu kvikmyndagerðarmönnum. Forritið er komið í sölu nú þegar og
kostar það $299.
Síðan kom að “stóra högginu” (að sumra mati) sem margir voru ekki sáttir
með en verða að sætta sig á og það er að allir nýjir makkar frá og með
gærdeginum munu einungis ræsa í MacOS X og ekki geta ræst í MacOS 9,
en samt verður hægt að keyra OS 9 forritin í Classic umhverfi MacOS X.
Þar næst snéri Jobs sér að “Digital Hub” forritunum, hann hóf umfjöllunina
á því að segja frá því að þeir hefðu verið að vinna að betri samvinnu milli
forritana. Fyrsta uppfærslan sem var kynnt á “Digital Hub” forritunum var
iPhoto 2 sem hefur nú verið samhæft
við iTunes á þann hátt að við gerð
“slideshows” er hægt að velja tónlist úr http://www.apple.com/
itunes]iTunes safninu við sýninguna. Einnig hefur nú verið bætt við
takka sem kallast “single-click photo enhancement” og leyfir þér að
lagfæra myndir sem eru ekki nógu skýrar eða lýstar með þessum eina
takka (upp að vissu marki), næsta takka sem var bætt við er “retouch
brush” sem getur lagfært ýmislegt sem getur verið fyrir á myndinni (hár á
linsunni til dæmis), með “retouch brush” er hægt að fjarlægja slíka hluti en
skilja myndina undir eftir algjörlega ósnerta. Einnig er kominn eiginleiki
sem leyfir þér að “archivea” myndirnar og einnig hægt að flytja myndir
beint yfir í iDVD til að búa til mynddisk.
Næsta “Digital Hub” forritið sem fékk uppfærslu var http://
www.apple.com/imovie]iMovie nú uppí útgáfu 3. http://
www.apple.com/imovie]iMovie 3 hefur nú verið gefið glugga byggt
notendaviðmót, það gefur þér möguleika á að flokka myndskeið niður í
kafla til að nota við gerð DVD videodisk með http://www.apple.com/
idvd]iDVD, auðveldan aðgang að http://www.apple.com/
itunes]iTunes lagasafninu þínu til að nýta það við klippingu
myndskeiða, breytt tímalínu viðmót, fjöldi hljóðskeiða fra Skywalker
Sounds, “Ken Burns” eiginleikinn leyfir þér svo að bæta við venjulegum
myndum inní myndskeiðin þín og stilla til, aukna skilvirkni með hljóð
stillingar, 18 ný video effekta eru til staðar sem og 35 nýir titil möguleikar.
Jobs sýndi svo hvernig “Ken Burns” viðbótin virkaði og hvers megnug hún
er. Einnig sýndi hann hvernig iDVD
getur unnið betur með iMovie þar á
meðal með því að þekkja sjálfgefið kafla skiptinguna í myndskeiðum úr
iMovie.
Sei nasta “Digital Hub” forritið til að vera uppfært þetta skiptið var http://
www.apple.com/idvd]iDVD nú í útgáfu 3. http://www.apple.com/
idvd]iDVD 3 hefur nú samvinnuhæfileika við öll hin “Digital Hub”
forritin og nýtir sér þá möguleika á ýmsan hátt, einnig hefur það 24 ný
þemu, eitt sem Jobs sýndi er kallað “Projector” og leyfir þér að sýna
myndskeiðið eins og þau séu af gamalli filmu og breyta hljóðinu á
svipaðan hátt. Jobs lysti því svo yfir að Apple myndi nú selja DVD-R
diskana sína á $3 eða fimm saman á $14.99.
Til að ljúka af kynningunni á “Digital Hub” forritunum lísti Jobs því yfir að
nýju útgáfurnar af iPhoto og [url=
http://www.apple.com/imovie]iMovie verða niðurhlaðanleg af vefsíðu
Apple.com og Software Update innan
fáinna daga. En iDVD 3 verður
einungis hægt að nálgast í svo kölluðum http://www.apple.com/ilife/
]iLife pakka sem inniheldur öll “Digital Hub” forritin, pakkinn mun kosta
$49 í Apple verslunum frá og með 25. Janúar. Tvær ástæður eru fyrir
útgáfu pakkans, ein er sú að iDVD er
mjög stórt og of stórt til að hýsa til niðurhleðslu, seinni ástæðan er sú að
fjöldi manns er enn með hægvirk innhringi módem og vilja frekar geta
keypt forritin úti í búð heldur en að hanga klukkutíma eftir klukkutíma að
niðurhlaða þeim.
Svo fór Jobs að færa sig uppá lagið og kynnti þá http://
www.apple.com/safari/]Safari beta útgáfu, sem er nýr vafrari hannaður
af Apple sem er byggður fyrir hraða og nýja eiginleika. Jobs sýndi síðan
tilraunir sem voru gerðar með nýjustu útgáfurnar af http://
www.mircosoft.com/mac/ie/]Internet Explorer, http://
www.netscape.com/]Netscape, http://www.mozilla.org/projects/
chimera/]Chimera og svo að sjálfsögðu http://www.apple.com/
safari/]Safari og kom Safari lang
best út með fljótasta hleðslu hraðan á vefsíðunum sem notaðar voru við
prufunina, einnig var hann sneggstur að ræsa sig og er hann 3 sinnum
fljótari að hlaða inn síðum heldur en http://www.mircosoft.com/mac/ie/
]Internet Explorer, stendur sig 2 sinnum betur en http://
www.mircosoft.com/mac/ie/]Internet Explorer í keyrslu Javascript og er
40% fljótari en Internet Explorer
að ræsa sig. Slíkar breyting eiga eftir að hafa mikið að segja nú þegar [url=
http://www.apple.com/safari/]Safari verður orðinn sjálfgefni vafrarinn í
MacOS X í stað Internet Explorer[/
url]. Þeir eiginlegar sem Safari býr
einnig yfir eru innbyggður möguleiki á leit með http://
www.google.com]Google leitavélinni. Einnig svonefndur “Snap back”
takki sem leyfir þér að hoppa aftur á seinustu http://
www.google.com]Google leitarniðurstöðu á hvaða síðu sem þú ert.
Einnig hefur forritið frábæra bookmarks möguleika sem auðvelt er nýta sér
á skilvirkan hátt. Einnig er hann með pop-up blocking og Activity glugga
sem sýnir hvað er að gerast á hverri síðu sem þú ert á. Sá eiginleiki sem
flestir vilja og vona hins vegar að verði í loka útgáfu forritsins er “tabbed
browsing” eiginleiki http://www.mozilla.org/projects/chimera/
]Chimera . Þessi útgáfa forritsins sem var kynnt og er hægt að
niðurhlaða af vefsíðu Apple er almennings beta útgáfa og inniheldur litla
“pöddu” í efri hægra horni vafrarans sem er notuð til að láta Apple vita af
villum sem geta komið upp í vafri og send með mynd af síðunni og grunn
kóða hennar. Um helmingur kóðans í http://www.apple.com/safari/
]Safari er open-source kóði sem byggir á KHTML rendering vélinni og
hefur Apple verið að vinna við hann í rúmt ár og gert miklar breytingar í
millitíðinni og mun Apple setja allar þær breytingar sem þeir hafa gert á
kóðanum á vefinn.
Næsta stórvirkið sem Jobs kynnti var http://www.apple.com/keynote/
]Keynote sem er forrit sem leyfir þér að búa til fyrirlestra og kynningar
á auðveldan og skilvirkan hátt og hefur Jobs notað það við gerð allra
Keynote ræðna sinna árið 2002. Forritið hefur fjölda eigileika t.d: anti-
aliasing á öllum texta sama hvaða stærð, töflu og grafa möguleika,
staðsetningar stillingar, alpha rása og gegnsjáleika eiginleika. Forritið
inniheldur yfir 100 mynda myndabanka sjálfgefið en hægt er að bæta í
hann að vild, hefur stuðning við þemu og fylgja nokkur slík með forritinu og
getur þú búið til þín eigin þemu á auðveldan hátt. Við sýningu í “full
screen” bíður forritið uppá fjöld effekta fyrir skiptingu milli glæra og eru þeir
bæði 2D og 3D og nýta sér OpenGL við notkun. http://www.apple.com/
keynote/]Keynote leyfir import á PowerPoint sýningum, AppleWorks
sýningum, Quick Time bútum, PDF skjölum og svo til að hafa inní
glærunum, Flash, öllum mynda formöttum er fyrirfinnast í Photoshop og
MP3 hljóðskrár. Forritið leyfir svo export yfir í PowerPoint, Quicktime og
PDF. Grunn skrár form forritsins er algjörlega opið/XML byggt og mun það
gagnast mörgum í gagnasöfnun fyrir glærur. Forritið er nú komið í sölu hjá
Apple hið ytra á $99.
Svo var komið að fastabúnaðar nýjungunum og voru þær heldur betur
glæsilegar en Jobs kynnti næst á svið http://www.apple.com/
powerbook/index17.html]nýja PowerBook. Nýja vélin er 17“ og
einungis 1” þykk (rétt þynnri en Titanium PowerBook vélarnar). Vélin er
wide-screen og með 1440x900 upplausn í 16:10 hlutföllum. Nýtt í þessum
vélum er að það að þær eru ekki með Titanium umgjörð eins og eldri
vélarnar heldur eru þær nú með ál umgjörð og er mjög léttar, einungis 6,8
pund (3,1 kg). Einnig hafa verið gerðar breytingar á á gjörvallri
uppbyggingu vélarinnar og er nú skynjari í vélinn sem skynja magn ljós á
þeim stað sem vélin er og breyta sjálfkrafa stillingum sem eiga við birtu í
lyklaborðinu, þ.e. það lýsir upp í myrkri, og ljós stillingar fyrir skjáinn.
Sendirinn fyrir wireless network hefur einnig verið færður yfir í skjá
vélarinnar. Vélin kemur með 1GHz G4 örgjörfa, 512MB PC2700 (333MHz)
DDR SDRam (stækkalegt í 1024MB), 1MB DDR SRAM Level 3 cache,
slot-loading SuperDrive, nVidia GeForce4 440 Go 64MB skjákorti, 40 eða
60 GB hörðumdisk, innbyggðan stuðning við BlueTooth og Airport
Extreame (sjá neðar), á vinstri hlið vélarinn er svo að finna 1x USB port, 1x
Firewire 400 port, 1x Firewire 800 port (með 800 -> 400 converter), 1x 10/
100/1000 BASE-T Ethernet, 1x S-Video út port, 1x DVI video út port, á
hægri hlið vélarinnar er svo að finna 1x USB port, 1x Módem port, 1x PC
Card slot, 1x Heyrnatóla innstungu, 1x Audio-In stungu, 1x Kenshington
lás og vélin inniheldur svo lithium ion prismatic batterí sem gefur af sér 4.5
tíma endingu. Vélarnar munu koma í sölu í Febrúar og mun grunnverð
þeirra verða $3.299. Og til að byrja með mun með vélunum fylgja [url=
http://www.apple.com/macosx/applications/quickbo oks/] Intuit
QuickBooks.
Á sama tíma og Jobs var að kynna http://www.apple.com/powerbook/
index17.html]17" PowerBook vélarnar kynnti hann einnig [url=
www.apple.com/airport/]AirPort Extreme búnaðinn sem er uppfærsla á
gamala AirPort staðlinum þ.e. 802.11b en
nýju AirPort Extreme tilheyra 802.11g
staðlinum sem er hins vegar einnig með stuðning við 802.11b búnað, nýi
staðallinn gefur af sér 54 Mbps til móts við 11Mbps hraða gamla
staðalsins. Nýju grunnstöðvarnar eru nú einnig með stuðning við allt að 50
notendur í einu og nýtingu USB prentara með USB portinu á stöðinni til að
geta deilt honum með öllum notendum stöðvarinnar. [url=www.apple.com/
airport/]AirPort Extreme grunnstöðin kostar $199, nýju [url=
www.apple.com/airport/]AirPort Extreme kortin kosta $99.
Núna var að fara að líða að endalokum ræðunnar en Jobs hafði enn
eitthvað uppí erminni. Hann kynnti til leiks litla og netta http://
www.apple.com/powerbook/index12.html]12" PowerBook, hún er 4.6
pund (2.1 kg) og byggir hún á svipuðum stöðlum og http://
www.apple.com/powerbook/index17.html]17" PowerBookin nema að
hún er ekki með AirPort Extreme innbyggt
heldur þarf að kaupa kortið sér, BlueTooth er hins vegar innbyggt líka og á
17" PowerBookin.
Vélin vinnur í upp að 1024x768 upplausn og inniheldur 867MHz G4
örgjörfa, 256MB PC2100 (266MHz) DDR SDRam (stækkanlegt í 640MB),
256K DDR SRAM Level 2 cache, slot loading Combo drif eða SuperDrive
($200 verð aukning fyrir SuperDrive), nVidia GeForce4 420 Go 32MB
skjákort, 40 eða 60 GB hörðumdisk. Vélin státar svo að 2x USB, 1x
Firewire 400, 1x 10/100 BASE-T Ethernet, 1x Módem port, 1x Heyrnatóla
port, 1x Video out port (þarf mismunadi breyti aukabúnað), 1x Kenshington
lás. Vélin er svo með lithium ion batterí sem gefur af sér 5 tíma norkun.
Vélarnar munu koma í sölu í Febrúar og mun grunnverð þeirra verða
$1.799. Og til að byrja með mun með vélunum fylgja http://
www.apple.com/macosx/applications/quickbo oks/] Intuit QuickBooks.
Að lokinni kynningu http://www.apple.com/powerbook/
index12.html]12" PowerBook vélarinnar var sýnt markaðs kynning á
nýju ál PowerBook vélunum og að henni lokinni voru sýndar 2 auglýsingar
fyrir nýju ferðavélarnar. Og síðan lauk fyrirlestrinum á því að á stóra
skjánum var farið yfir það sem hafði verið kynnt til leiks í ræðunni.
Að öllu leiti verðu að teljast að þetta keynote hafi verið ansi magnað og
sérst hér að Apple er að gera mjög góða hluti.