Steve Jobs, Keynote Jæja, nú er maður nýbúinn að horfa á keynote-ið hjá honum Steve Jobs og bara váá hvað það var gaman að horfa á það.

bara smá yfirlit yfir það sem var kynt, það helsta :D


Það var kyntur nýr vafri frá apple sem heitir Safari, sem er hraðskriðasti vafri í heimi mun hraðvirkari en Omni Web, Chimera og Netscape OG gjörsamlega OWNAR Explorerinn í tætlur sem var sýnt og sannað á testum sem voru sýnt þarna. Hann fór á nokkrar netsíður og VÁÁ hvað allt kom hratt upp þegar síðan opnaðist. Ekkert vesen og bið eftir að myndir og aðrir hlutir kæmu upp. Og það er ekki bara leitast við að ná hraða heldur er rosalega fullkomið menu í honum, helling af litlum og geisilega flottum fítusum eins og að geta merkt bookmarks sínum eigin nöfnum sem ekki var hægt í´hinum eða tók einhver rosa tíma, síðan er hægt að hafa sín uppáhalds bókamerki í menuinu og hægt að bæta við og henda(alveg eins og að henda úr dockinu í mac os X). Google er síðan innbygt í hann á einhvern hátt, sona valborð á honum, náði ekki þessu alveg þegar ég horfði á Steve, Built-in Google search eða eins og þeir sögðu það.

http://www.apple.com/safari/
og downloadið honum hér, betunni sko
http://www.apple.com/safari/download/

Núna eru öll forritin iTunes, iMovie 3 NÝTT , iPhoto 2 NÝTT og iDVD 3 NÝTT orðin samtengd og hægt að notast við hvort annað í hverju og einu forriti og kallast þau öll saman í pakka núna iLife. Eða þannig að þú getur nú tekið beint tónlist úr iTunes yfir í iMovie en ekki þurft að fara í import og siðan leita uppi library-ið með laga söfnunum, og hægt að ná í myndir úr iPhoto og leika sér með þær í iMovie. síðan er hægt að raða nýju myndinni þinni niður í kafla sem síðan koma sem slíkir í iDVD sem ekki var hægt áður, og það tekur eingann tíma að henda mynd frá imovie í iDVD sem áður tók mjög langann tíma.þá þegar DVD diskurinn er tilbúinn er hægt að fletta yfir sona eins og á venjulegum DVD diskum í dag. FULLT af flottu dóti er búið að koma fyrir í iDVD og iMovie og núna má segja að iMovie sé ekki lengur barnalega forritið fyrir meðal manninn og aðeins auðveldum fídusum heldur forrit fullt af fídusum og hljóðum sem hægt er að gera miklu meira en var hægt áður í iMovie 2, sömuleiðis er iPhoto 2 kominn með fullt af fídusum til að ná réttri birtu eða bara bestum mynd gæðum.

www.apple.com/ilife

Keynote er síðan annað forrit sem var kynt og þar er um að ræða glæru forrit í sama flokki og Powerpoint með ofsalega flottum fídusum sem taka PP lang fram yfir(hef sjálfur reynslu af PP) og síðan er hægt að exporta verkið yfir í powerpoint form og fara með það í pc tölvur og nota þar og öfugt.
Hef annarrs ekki mikið að segja um enda ekki mitt svið að hanga í forriti til að gera slætshow.

Jamm jamm en allavega þá voru kyntar tvær nýjar gerðir af Powerbókum sem voru sona aðalþunginn á sýningunni. Önnur er með 17“ Wide screen(stæðsta ferðatölvu skjá í heimi) skjá og nær 1440x900 pixels upplausn. Hún kemur með einu fire wire tengi og síðan Fire wire 800 tengi sem sem má nota bæði sem Fire Wire venjulegt og síðan Fire Wire 800 sem tekur inn 800mb/p sec en hið gamla 400mb/p sec. Síðan eru 2 USB tengi á henni sitthvorum megin fyrir rétt henta og örfhenta sagði (þá var meinað til að stinga mús í samband). Síðan er Blutooth innbygt í vélinni. Vélbúnaðurinn var annarrs sá sami og á stærri 15” týpunni fyrir útan nýtt og betra skjákort í henni, NVIDIA Gforce 4 440 Go 64mb.

Síðan var kemru líka með henni 12,1" Powerbook sem kemur skemtilega á óvart og nær 1024x768 pixels upplausn. Hún er fáanleg með bæði combo drive OG superdrive. Og er síðan líka með Bluetooth innbygt. Hún kemur með GForce 4 420 Go 32mb, Og vegur aðeins 4,6 lbs eða sirka 2,3kíló

Og báðar vélar eru með upplýsta takka í mirkri :D

www.apple.com/powerbook

En allavega þá var þetta frábær sýning og ég hvet alla til að skella sér á http://stream.apple.akadns.net/ og horfa á þetta.