Þú ættir að vita það eftir allann hóruskapinn…
“nýja winXP medi Center er t.d. með fjarstýringu og getur tekið upp sjónvarpsþætti eins og aldrei hefur sést áður”
2000$ fyrir það sem Tivo gerir fyrir 300? Ég held ég sleppi því.
“PC tölvur geta líka verið hljóðlátar þó þær séu margfalt kraftmeiri en apple, til eru vatnskælingar og aðrar ofur kælingar sem tryggja nær algjöra þögn”
Já og kosta sitt. Hvers vegna í andskotanum þarf ég ofurkælingu á HEIMILISTÖLVU?
“ef þú færð þér nýjan mac þá þarftu að henda vélbúnaði sem er virði tug-þúsunda”
Huh? Safnaðru gömlu tölvunum þínum?
“ það er engin vandi ef maður passar bara að taka búnað sem er samhæft winXP. ”
Sama og á Makkanum, maður passar sig að taka búnað sem er samhæfður Macos, sé engan kost við þetta.
“Það er ekki hægt að hvarta yfir því að PC tölvur séu ljótar”
Hverjum er ekki sama?
“setja glugga, neon ljóst og spreyja þær rétt og er ekkert mál að gera þær ”töff“”
Hljómar eins og rice-boy…
“skoðið MSN 8”
Á ekki við hér á Íslandi
“Þú getur ekki keyrt mörg stýrikerfi í einu á mac, þá er ég að tala um að hafa nokkrar gerðir af linux og windows á sömu tölvunni”
Hvað ertu að bulla, drengur? Auðvitað get ég ekki keyrt windows á mac, ekki frekar en ég get keyrt macos á x86. En Linux keyrir fínt á Mac.
“Kvartandi yfir notenda viðmóti í windows, auðveldasta í heiminum er að gera það fallegra.”
Mér er skítsama um útlitið, því meira sem ég nota XP, því pirraðri verð ég á því, greinilegt merki um illa hannað viðmót.
“Einnig komin dock eins og í os-x sem zoomar”
Eh, af hverju að herma endalaust eftir Macos? Af hverju ekki bara fá sér Macos?
“Microsoft gerir bestu skrifstofuforritin ”
Ég neita að borga tugi þúsunda fyrir ritvinnslu. 99% af öllum bréfum sem eru skrifðu á skrifstofu hefði mátt gera með WordPad.
“Ef þér líkar ekki við gömlu tölvuna þína getur þú rifið hana í sundur, fundið t.d. ónýt hljómflutningstæki, skrúfað þau í sundur og haft t.d. dvd drif þar sem CD spilarinn er venjulega og þá virðist það ekki einusinni vera tölva heldur hljómflutningstæki”
Og? Það er líka hægt að nota skrúfjárn á Makkan, hafi það farið fram hjá þér.
“Steve Jobs er vondur maður sem á ekkert gott skilið, þess vegna á ekki að versla við fyritækið hans, horfið bara á ”pirates of the silicon valley“ og byrjið að hata hann.”
Mér fannst nú Bill meiri skúrkur í PoSV.
"þráðlausir PC skjáir
http://www.viewsonic.com/smartdisplays/“
Jamm … XWindows gerði þetta fyrir meira en 20 árum, bigfsckingdeal.
”Sýndar veruleika búnaður, virkar ekki með mac
www.vrealities.com"
Og þú meinar….?
…
Ég er búinn að vera nota NT,2000 & XP í tja… 5-6 ár, og því meira sem ég nota þetta, því pirraðri verð ég.
Hefurðu skoðað OS X? Nei örugglega ekki. Ég fiktaði í þessu meðan það hét NeXT. Þetta kerfi er algjör snilld. Og ég er ekki að tala um eitthvað augnkonfekt eins og þú. Ég er að tala um kerfið sjálft, hvernig það virkar undir niðri. Opið, einfallt og hraðvirkt. Postscriptafbrigði notað í teikningu á skjámyndum, bitmaps eru old hat, alvöru hlutbundið kerfi, laust við alla gamla myglu. Mig grunar að næsta tölva sem ég kaupi verði Makki, þrátt fyrir 1 stóran ókost: Það er bara 1 framleiðandi á vélbúnaði.
….
Bíddu bara þegar þú færð Palladium í andlitið á þér kæri aðdáandi M$. MS er leynt og ljóst að loka Windows meira og meira. Aðeins Apple og Opinn hugbúnaður getur forðað okkur frá því. Ég veit ekki hvað ég er að röfla hérna, þú ert greinilega með speldi fyrir augunum og sérð ekki lengra en fram á Start->Log off…