
ALI G IN DA HOUSE gerist m.a. í Los Angeles og er því hugsað sem góð leið til að kynna þessa litríka persónu fyrir Bandaríkjamönnum. En vindum okkur aðeins í söguþráðinn. Ali G er eitt helsta vopn Bretlands til að leysa skelfilega vandræðalegt hneyksli sem mun hafa áhrif á alla jarðarbúa eða þannig sko. Aðstoðarmaður forsætisráðherra Bretlands ætlar að nota Ali G sem peð og vopn til að ná sér niðri á forsætisráðherranum en Ali G lætur ekki plata sig svona. Hann lætur allt flakka, gerir það sem honum sýnist og verður ein ólíklegasta hetja allra tíma.
Margir vilja meina að Ali G verði einn óvæntasti smellur þessa sumars.