Takk fyrir það. Til lukku er ég bara 1/4 þjóðverji en ef ég væri 1/2 þá mundirðu hata mig útaf lífinu, afhverju? Væri ég þá verri en þú og hver annar?
Þú hefur hér að ofan tekið það fram og á öðrum stöðum á huga að ALLIR þjóðverjar séu ný-nasistar óþokkar osfv, osfv. Væri ekki nær hjá þér að vera á móti fólki á borð við ný-nasista, dóna osfv hvarvetna. Mér þætti gaman að sjá hvernig þú ferð að því að sanna að það sé hærra hlutfall meðal Þjóðverja sem hagar sér þannig en annara þjóða.
Það væri kannski nær lagi að “allir” Þjóðverjar sem bjuggu í Þýskalandi í valdatíð nasista hefðu verið snargeðveikir villimenn (ég er nú samt ósammála því). Mig langar þá bara að vitna í orð Hermans Görings: “Naturally, the common people do not want war, but after all, it is the leader of a country who determine the policy, and it is always an easy matter to drag people along, whether it is a Democracy or a fascist dictatorship, or a parlement, or a communistic dictatorship. Voice or no voice, the people can always be brought to the bidding of the leaders. This is easy. All you have to do is tell them that they are being attacked, and denounce the pascifists for lack of patriotism and exposing the country to danger. It works the same in every country.”