Gleymt lykilorð
Nýskráning
Wolfenstein
Þetta áhugamál er frosið. Ekki er hægt að senda inn efni.

Wolfenstein

13.392 stig
137 greinar
3.225 þræðir
34 tilkynningar
18 pistlar
445 myndir
569 kannanir
36.412 álit
Meira

Ofurhugar

Yuchan Yuchan 830 stig
Mephz Mephz 774 stig
KronoZ KronoZ 302 stig
BillyHlyns BillyHlyns 266 stig
Smegma Smegma 232 stig
addi36 addi36 218 stig
stereo stereo 200 stig
Enemy Territory

Flýtivísar:
Uppsetning
Classar
Tengjast server
Nafn/Nick
Medaliur
ETPickup
Match/Scrim
ETPro
Grafíkstillingar
Experience
PowerBar

Hvað þarf til að spila ET?

Það sem þú þarft er:
  1. Enemy Territory installaðann sem hægt er að finna hér.
  2. Version 2.60, hægt er að fá það hér og version 2.60b sem þú finnur hér. Innstalla bara þar sem ET er(Default: c:\Program Files\Wolfenstein - Enemy Territory\).
  3. Það eru sum möpp sem eru á Simnet serverunum sem þú ert ekki með, hægt er að finna þau hér.
  4. Á sumum serverum(eins og Simnet Match) þá er ETpro, núna er 3.2.6 nýjasta og hægt er að ná í það hér.
Leikurinn er inni, hvað nú?

Til að tengjast þjóni er nóg að opna leikinn, taka niður console (° takkinn, neðan esc), og skrifa /connect ip:port. Þannig myndi '/connect skjalfti30.simnet.is' tengjast Simnet Enemy Territory. Staðalportið er 27960, svo það þarf ekki að slá það inn.
Svo er líka gott til að skrifa /cl_allowdownload 1 og /cl_wwwdownload 1 í console, þá downloadaru maps sem þú þarft.

Það þarf að ná í ETpro til að spila á match servernum og Simnet #2 og #3, etpro-3_2_6.zip unzippast beint í Wolfenstein - Enemy Territory möppuna. Ef einhver vandamál/spurningar skal spurja á irc (irc.simnet.is) á #wolfenstein.is, #etpickup.is eða senda stjórnanda skilaboð.

Til að tengjast keppnisþjón, þá er oftast þörf að hafa kveikt á Punkbuster.
Punkbuster er vörn okkar gegn svindlurum en það er smá vandamál fyrir lélegar tölvur, það laggar dáldið og lækkar FPS'ið hjá manni og er alltaf að kicka manni fyrir að hafa breytingar á configi. Það er helst best að búa til 2 config, setja bind F9 "exec minnconfig.cfg" í hvert config og nota eitt fyrir keppnir og eitt fyrir public spilun.

Þegar inn er komið er tími að velja lið, það ætti að koma upp menu sem kallað er Limbo Menu. Þar ættiru að sjá 3 Flögg, fyrir neðan þau eru tölur og þessar tölur sýna hve margir eru í þessu liði. Alltaf á að fara í það lið er fæsta menn hefur, eða fæsta clanmenn. ;)

Núna þarftu að velja 'Class' og vopn, þeas soldier, medic, engineer, field ops og covert ops. Þessir classar hafa sinn sérstaka hæfileika. Og sumir classar hafa vopn sem aðrir hafa ekki, þarft að klikka á vopnið sem er fyrir neðan class icons. Þá koma önnur vopn sem þessi class hefur.
  • Soldier - Þar sem að Soldier hefur engin sérstaka hæfileika þá er hann eini sem getur notað þung vopn eins og mobile MG42, Mortar, Flamethrower and Panzerfaust. Panzerfaust og Mortar nota Power Bar.
  • Medic - Medic getur læknað særða vini með Health Packs og lífgað við dauða vini með sprautu. Medics hjálpa liðinu að halda áfram að berjast. Geta aðeins notað Thompson og MP40.
  • Engineer - Engineer getur plantar og defusað dýnamít, defusað Satchel Charge, plantað jarðsprengju, byggt byggingar, og lagað byssur og faratæki. Næstum öll markmið þarfnast Engineer. Engineer getur notað Thompson, MP40, M1 Garand og K43.
  • Field Ops - Field Ops er ábyrður um skotfæri og artillery/airstrike. Hann getur kallað á Airstrike á einhvað opið svæði með því að nota reyksprengju, og notað kíkirinn og látið Artillery skjóta á staðinn. Getur bara notað Thompson og MP40.
  • Covert Ops - Covert Op er njósna, kannaðar og skemmdarverka sérfræðingurin, og þar að auki skytta. Hans verksvið er að stela og klæðast óvina búningum, finna jarðsprengjur og drepa nokkra með sniper. Getur sprengt sum markmið með Satchel Charge.
Nafn/Nick

Hvernig breyti ég um nafn?
Þú tekur console niður og skrifar '/name nafnsemþúvillt'.

Hvernig set ég lit í nafnið mitt?
Það er auðvelt, þú gerir það sama fyrir ofan. Fyrir neðan kemur listi af litum sem þú getur notað og dæmi.

^1 : Rauður
^2 : Grænn
^3 : Gulur
^4 : Blár
^5 : Ljós blár
^6 : Bleikur
^7 : Hvítur
^8 : Appelsínugulur
^9 : Grár
^0 : Svartur

Dæmi: Bloodsound = /name ^1B^7l^1o^7o^1d^7s^1o^7u^1n^7d
Til að geta gert ^ þá helduru Alt Gr(hægra Alt) inni og ýtir á kommuna.
Þá ættu þið að geta að skemt ykkur með að lita nafnið ykkar.

Það eru einhverjir stafir fyrir aftan nafnið mitt, hvað er það?
Þetta eru medalíur sem þú vannst þér inn. Það eru samtals 7 medalíur. Þú færð medalíur fyrir að vera með mest XP í því sviði sem þú spilar.

H - Heavy Weapons
C - Covert Ops
F - First Aid
E - Engineering
S - Signals

B - Battle Sense
L - Light Weapons

ETPickup
Q3Pickst er irc-bot, sem staðsettur er á rásinni #ETPickup.is. Kíkið einfaldlega á rásina, og skrifið !add ef þið viljið taka þátt í blasti. Bottinn bætir þeim sem það gera í lista yfir þátttakendur í topic rásarinnar, og hóar í alla sem skráðu sig þegar tilskildum fjölda er náð. Snjallt? :)

Menn skulu spila með það nick sem þeir skráðu á IRC (eða það sem þeir eru almennt þekktir undir), öðrum nickum er frjálst að votekicka, einkum ef fleiri koma á serverinn en skráðu sig á rásinni. Þeir sem hyggjast horfa á skulu velja sér nick sem inniheldur "spec" meðan kostið er, svo ekki fari á milli mála hverjir eru í boði. Einnig er ágætt að copyja nicklistann úr topic rásarinnar á clipboard áður en haldið er á server; þannig er unnt að peista honum í console, komi upp deilumál. :)

Munið að gera !removeme ef þið hættið við þátttöku í blasti. Bann liggur við því að skrá sig, og vera svo ekki tilbúinn þegar leikur á að hefjast!

Match/Scrim

Eru einhverjar reglur í Matchi?
Reyndar eru þær, hér eru eftirfarandi reglur:
  1. Bera skal virðingu fyrir hinu claninu, noobs eður ei.
  2. Aðeins einn í hverju liði skal sjá um að tala á global (ekkert radio spawn á global).
  3. Menn skulu mæta á réttum tíma, afsakanir eins og hann á ekki mapið eða er ekki með etpro ganga ekki upp.
  4. Ekkert rugl og vitleysur í hverju matchi, þau eiga að spilast vel og helst engan dónaskap.(radio spawn og annað óþarfa tal á global)
Síðan er líka hægt að nota cg_teamChatsOnly 1 sem lokar á allt global chat.

Hvernig get ég tengst á Simnet Match?
Þú getur tengst í gegnum ASE eða bara í leiknum sjálfum.
Í ASE þarftu bara að tvíklikka á annaðhvort serverinn, það er Pass á báðum serverunum og hann er 'match' síðan ættirðu að komast inn.
Í leiknum er þetta allt annað, þú þarft að gera í console (° takkinn, neðan esc) '/password match' og síðan '/connect 194.105.226.137:27962 eða 194.105.226.137:27963', þá ættirðu að komast á annaðhvort match serverana.

Ég kemst aldrei á Simnet Match, hvað á ég að gera?
Gætir þurft að downloada ETPro 3.2.6 sem þú getur fundið hér og gætir líka þurft möpp sem þú finnur hér.
Ef að það kemur einhvað Punkbuster error hjá þér þá þarftu að uppfæra Punkbuster eða breyta configinu þínu.
Til að uppfæra Punkbuster þarftu að fara í Enemy Territory möppuna(Default: c:\Program Files\Wolfenstein - Enemy Territory\), í \pb\ og tvíklikka á pbweb skránna. Síðan bara 'go with the flow' og lætur þetta uppfæra.
En ef að þetta er configið þá áttu að ýta á console takkann þegar þetta kemur og leita af commands(r_, cg_, cl_, etc.) og breyta því í sem Punkbuster leyfir.

ETPro

Hvað er ETPro?
ETPro er mod sérstaklega miðað að keppnismodi, samt er það notað oft á public serverum.

Hvernig installa ég því?
Þú finnur nýjasta ETPro version hér, þegar þú ert búinn að niðurhlaða skránni finndu þá Enemy Territory möppuna þína, venjulega C:\Program Files\Wolfenstein - Enemy Territory og unzippar etpro þar.
Þegar þú unzippar þá kemur að sjálfu sér etpro skrá með öllum skráum sem þú þarft.

Hvað er öðruvísi við ETPro og ETMain?
Það er komið 'Multiview' sem er frá OSP sem leyfir manni að sjá top4 úr hverju liði í gluggum, ef admin hefur kveikt á því á server er hægt að ýta á 'M' og þá færðu út þetta.
Breytt hefur deaths og team-kills, núna sést hvaða vopn var notað í team-killinu, og í deaths eru hauskúpur sem eru með sér liti, sjálfsmorð eru gul, team-kills eru rauð og óvina kills eru hvít.
Með artillery/airstrike þá breytist icon'ið sem er fyrir neðan PowerBar, þegar það er rautt er ekki hægt að fá artillery/airstrike, bara þegar það er hvítt.
Það er Class Script support í ETPro, gerir '/class class weaponnr' þar sem class er s,m,e,f,c eða soldier, medic, engineer, field ops, covert ops og weaponnr er númerið á vopninu í limbo menu.
í ETPro eru komin 2 ný HUD.
Margt annað sem sýnir hvað ETPro og ETMain eru ekkert eins.

ETPro breytur
ETPro hefur nýjar breytur.
Hér fyrir neðan sérðu nokkrar góðar breytur til að leika þér með.
BreytaVirkniÆskileg gildi
b_althud 1 eða 2 gefur þér nýtt þjappað saman HUD 0-2, eftir smekk
b_althudflags Ef b_althud er stillt geturu lagað þitt HUD að eigin þörfum 0-9, eftir smekk
b_chatAlpha Breytir hve gegnsætt bakgrunninum á chattinu er 0.33
b_chatflags Ef 1 þá sést liðsflaggið í chattinu 1
b_descriptiveTextscale Breytir HUD textanum í limbo menu 0.8
b_drawclock Sýnir staðartímann á HUDinu 0
b_drawranks Ef 0, sérðu ekki lengur tign þegar þú miðar á vin 1
b_fireteamAlpha Breytir hve gegnsætt yfirborðið í fireteam er 1.0
b_hitsound Ef 1 þá koma hljóð þegar þú hittir óvin eða vin 0
b_hudYoffset Færir HUDin upp til að þau séu ekki fyrir demo record 10
b_lagometerAlpha Breytir hve gegnsætt lagometer er 1.0
b_numPopups Stjórnar númerið af popup skilaboð á HUDinu -1
b_popupTime Skilgreinir hraðann sem að popups verða seinkuð í millisekúndum 1000
b_popupFadeTime Skilgreinir tímann sem að popups dofna smám saman í millisekúndum 2500
b_popupStayTime Skilgreinir tímann sem að popups verða áður en þeir dofna smám saman í millisekúndum 2000
b_votetextscale Breytir HUD textanum í votes 0.8
b_watermarkAlpha Stjórnar hve gegnsætt flóðmark HUDsins er, ef serverinn hefur kveikt á því 1.0
cg_drawFPS Ef 2, þá skilar það af sér nákvæmnari framrate sem telur hverjar sekúndur 2 er best en ef þú villt nákvæmnara þá er fínt að nota 3

Hvað er þetta Tweak sem allir tala um?
Tweak eru breytanir sem hraða á leikinn og hækka FPS'ið þitt.

Config-kerfið
ET heldur sjálfur úti skránni etconfig.cfg, sem vistuð er í $etmappa/$mod/profiles/$nick/ möppu sem unnið er í hverju sinni. Almennt er því um að ræða etconfig.cfg í etmain möppunni. Leikurinn vistar sjálfur gildi allra breyta (cvars, vars) í þessa möppu, og keyrir hana (/exec'ar) í hvert skipti sem leikurinn er ræstur eða nýtt kort er hlaðið upp.

Þar sem etconfig.cfg skráin er tiltölulega kaótísk og illlæsileg (breytur og gildi í belg og biðu) er ráðlegt að smíða sinn eigin config. Hann ætti að vera í etmain/profiles/$nick/ möppunni, og í þessu dæmi göngum við út frá að hann heiti "minnconfig.cfg". Gott er að prófa sig áfram með að keyra upp ET í glugga (alt+enter) og vinna með skrána samtímis. Eftir breytingar er svo nóg að gera "/exec minnconfig.cfg" og loks "/vid_restart". Vid_restart skipunin endurræsir þrívíddarvélina, og lætur allar breytingar sem lesnar voru inn við /exec taka gildi. Framvegis ætti svo að nægja execa config-skrána eftir að ræsa upp leikinn, og tengjast svo Skjálftaþjóni.

Í Quake III(vélin sem notuð er í RTCW) console byrja allar skipanir á / (ekki ósvipað og í mIRC), en í config-skrám er það ekki notað. Til hægðarauka eru flestar breyturnar flokkaðar með forskeytum (nokkuð sem forritarar ættu að þekkja): cl_ = client, s_ = sound, r_ = rendering o.s.frv. Til að sjá gildi breytu er nóg að skrifa /nafnábreytu og ýta á enter; þá segir leikurinn núverandi gildi. Ef einhver breyta hefur svokallað "latched" gildi þýðir það að breytingin tekur ekki gildi fyrr en nýtt kort hleðst upp, eða að /vid_restart er framkvæmt.

Ekki er ráðlegt að breyta stillingum gegnum valmyndakerfi leiksins þegar eigin config-skrá er notuð! Sé það gert breytast einungis gildi tilsvarandi breytna, og vistast í etconfig.cfg. Næst þegar minnconfig.cfg er /execaður tapast svo þær breytingar. Mikilvægara er að átta sig á hvaða breyta stendur að baki hverri stillingu, og prófa sig áfram með heppileg gildi.

Hvað á svosem að vera í þessum configum?

Uppsetning configs
Þægilegt er að skipta config-skránni í hluta, og unnt er að "commenta út" línur með "//" til að bæta inn skýringum og uppsetningarramma. Dæmi um slíka uppsetningu má sjá í þessu sýnidæmi.

Grafíkstillingar
Eins og þið vitið þá er ET að nota Quake III vél, og margir ef ekki allir eru alltaf að reyna að gera leikinn ljótari, hér eru nokkrar ástæður:
  • Með lakari stillingum batnar FPS oft lítið eitt
  • Hærra FPS = þægilegra mið = meiri hittni
  • Óvinir sjást oft betur, og því auðveldara að hitta þá
  • Veggir og gólf draga ekki athyglina frá fórnarlömbunum :)
Gott er að fikta við eftirfarandi breytur:

BreytaVirkniÆskileg gildi
r_dynamiclight ljóskast af vopnum og fleiru 1
r_overbrightbits birtustilling 0 eða 1 eftir smekk (og öðrum stillingum)
r_mapoverbrightbits til að gera skuggana meira bjarta 3
r_intensity litstyrkur 1-1.5 eftir smekk (og öðrum stillingum)
r_gamma heildarskjábirta 1-3 eftir smekk (og öðrum stillingum)
cg_drawgun ræður hvort byssan sést í hönd spilarans 0 almennt, margir nota 1
r_mode upplausn, 3=640x480, 4=800x600 o.s.frv 3 eða 4 eftir vélarafli og smekk
r_allowextensions á leikurinn að nota vissar opengl skipanir? 1 ef þú kemst upp með það :)
r_fastsky texture á himni 1
r_subdivisions ef þú vilt fá smá boost stilltu á 999, annars hafa þetta á 4 999
r_picmip hærra sem þetta er stillt og grafíkin versnar 3
r_picmip2 eiginlega það sama og r_picmip, bara setja á það sama og það 3
r_detailtextures ef stillt á 1 þá er texturað næstum allt tvisvar til að líta betur 0
r_texturemode ef þú villt ekki fá kassalega gæði er best að láta þetta vera. (léleg gæði): GL_NEAREST, (góð gæði): GL_LINEAR_MIPMAP_NEAREST, (frábær gæði): GL_LINEAR_MIPMAP_LINEAR GL_NEAREST
cg_gibs blóðslettur og líkamspartar (flott, en þungt þegar mikið gengur á) 0
cg_shadows skuggar smekksatriði, 0 hjálpar á lakari vélum
g_brasstime skothylki út vopnum, sýnileg eður ei 0 (algjörlega óþarft)
cg_showblood blóð úr andstæðinum 0 eða 1 eftir smekk
cg_fov svæðið sem þú sérð(fov=field of vision) 90-120(fer náttúrulega eftir smekk)
cg_bloodflash skjárinn blóðugur þegar þú verður skotinn 0
cg_atmosphericeffects snjór og rigning 0
cg_wolfparticles ef stillt á 0 þá sérðu ekki sprengingar og færð smá fps boost 0

Netstillingar
Hægt er að hafa umtalsverð áhrif á hvernig leikurinn spilast on-line með að fikta í örfáum breytum. Bestu gildin fara eftir tölvu hvers og eins, og umfram allt tengingu. Hérna eru þær helstu:

BreytaVirkniÆskileg gildi
Rate hámarksgagnamagn TIL leikmanns 3000-25000, nánar síðar
cl_maxpackets pakkafjöldi sem sendur er server 30-100 (ping hækkar með hærri gildum), Punkbuster leyfir aðeins milli -15 og 100 í cl_maxpackets skv default stillingum
snaps draugabreytan :) 30 eða hærra (mikilvægt), Punkbuster leyfir aðeins milli 20 og 40 snaps skv default stillingum
cl_packetdup fyrir mjög slæmar tengingar 0 fyrir LANGflesta, annars 1 fyrir módem og breiðband
  • ISDN spilarar ættu að nota fremur lágt rate (6000-12000), og prófa sig áfram með cl_maxpackets 30-100
  • Leikmenn á bandbreiðum tengingum (ADSL, breiðband og slíkt) ættu að nota hátt rate (10000-25000), og prófa efri mörkin á cl_maxpackets (60-125).
  • Látið ekki blekkjast af hærra pingi með hátt cl_maxpackets - farið eftir tilfinningunni
  • Á LANi ætti hiklaust að nota gildi rate og cl_maxpackets.

Hvað er málið með XP?

XP stendur fyrir Experience ef að þú hefur ekki fatta það enn. Allir eru alltaf að berjast um hver er með flest XP. Þegar þú ferð inn á server sérðu 3 rúnir með 4 kassa í hverjum, fyrsta fer eftir hvaða class þú ert með, lestu það um hjá classana. Önnur rúnin er fyrir Battle Sense, það er bardaga reynslan þín. Þriðja og seinasta rúnin er fyrir Light Weapons sem gefur manni kleift að hlaða hraðar og fá meira ammo.

þá veit ég það, hvað með XP hækkanir?
XP hækkanir(Levels) fara eftir sömu röð, 20 XP LvL 1, 50 XP LvL 2, 90 XP LvL 3 og 140 XP LvL 4. Hægt er að sjá XP status á rúnunum, það eru lítil icons yfir hverja rún sem þú átt að vita hvað er.
Hér næst verður sýnt hvað maður fær fyrir hverja hækkun á Level:
  • Light Weapons
    Þú færð XP í Light Weapons fyrir að drepa einhvern með létt vopn. Spilarar fá 2XP hvert fragg með grenade, skot í fót, hönd eða í búkinn og 5XP fyrir hvert headshot.

    Level
    1. Auka Light Weapon Ammo
      Þegar þú respawnar, þá ertu með eitt auka ammo clip.
    2. Fljótari hlöðun
      Þú hleður 35% hraðar.
    3. Light Weapon meðhöndlun
      Bardaga reynslan þín leyfir þér að meðhandla vopnin þín betur; SMG útbreiðslan(spread) er lækkuð um 35% og recoilið hálfnað hjá skammbyssunni.
    4. 2 Skammbyssur
      Þú getur núna valið á milli eina skammbyssu eða tvær. ;)

  • Battle Sense
    Battle Sense er svona hetju skill sem launar alla classana fyrir að lifa í gegnum bardaga. Þú færð 2XP fyrir hverja 30 sekúndur fyrir að gera damage á óvin, 5XP hverja 30 sekúndur fyrir að gera damage á óvin og fá líka damage á þig, 8XP hverja 30 sekúndur fyrir að drepa einhvern og fá damage á þig.

    Level
    1. Sjónaukar
      Battle Sense Level 1 gefur þér sjónauka til að njósna um óvina stöðuna. Aðeins Covert Ops geta notað sjónaukana til að spotta jarðsprengjur.
    2. Líkamsleg Hæfni
      Þú hækkar úthaldið þitt í 160%
    3. Health
      Lífið þitt hækkar um 15 stig.
    4. Meðvitund á Gildrum
      Þótt að þú sért ekki Covert Ops, þá geturu séð jarðsprengjur án þess að nota sjónauka. Allar jarðsprengjur sem eru í sérstakri fjarlægð við þig koma í útlínum, nema þú sért Covert Ops þá geturu ekki spottað þær fyrir liðið.

  • Heavy Weapons
    Þetta launar þeim sem drepa með Heavy Weapons. Þú færð alltaf 3 XP fyrir frögg með Heavy Weapons.

    Level
    1. Skotmagnið Bætt
      Panzerfaust eða Mortar tekur núna bara 1/3 af Power Bar.
    2. Heavy Weapon kunnátta
      MG42 munu kólna tvisvar hraðar en venjulega.
    3. Leiknin Bætt
      Þú hefur verið að hlaupa um með þunga járnklumpa(Heavy Weapons) í langann tíma, hraðinn þinn hefur hækkað. Þú labbar ennþá hægt þegar þú spúir eld úr Flamethrower, en þegar þú ert haldandi á því eða önnur vopn þá labbaru hraðar.
    4. Vopn Meðhöndlun
      Hægt er að fá bæði heavy vopn og light með level 4 Heavy Weapons(t.d. Panzerfaust og Mp40).

  • First Aid
    Þetta launar manni fyrir að lækna aðra í sínu liði. Maður fær 1 XP fyrir að gefa Healt Pakka og 4 XP fyrir að lífga einhvern við með sprautunni.

    Level
    1. Ammo
      Medic fá auka ammo clip og grenade.
    2. Magnið Bætt
      2 sprautur í viðbót og sjúkra pakkar taka aðeins 15% af Power Bar í staðin fyrir 25%
    3. Full Endurlífgun
      Sprautan lífgar núna menn við með fullt líf.
    4. Adrenaline
      Level 4 hjá Medic gefur manni Adrenaline sprautu, ef notað þá sprautaru sjálfann þig í hjartað sem leyfir þér að hlaupa án þess að verða þreittur og fá aðeins helming damage á þig í 10 sekúndur.

  • Engineering
    Þetta launar manni fyrir að byggja/eiðileggja hluti. Engineer fær 3 XP fyrir að laga bíl eða MG, 5 XP fyrir að laga MG hreiður, 7.5 XP fyrir að laga skriðdreka, uppí 10 XP fyrir að sprengja objective, 3 XP fyrir rifle grenade kill, 4 XP fyrir jarðsprengju eða dýnamít kill, 4 XP fyrir að defusa óvina jarðsprengju, 6 XP fyrir að defusa óvina dýnamít.

    Level
    1. Notkun á Sprengjum
      Þú færð 4 Rifle Grenades og 4 Grenades.
    2. Leiknin Bætt
      Reynslan á sprengiefni í bardaga leyfir Engineers að tengja og aftengja jarðsprengjur og dýnamít á helming tíma en venjulega.
    3. Byggja og Eyðileggja
      Þú tengir og aftengir jarðsprengjur og dýnamít á helmingi fljótari tíma en venjulega.
    4. Flak Jacket
      Aðeins þeir bestu Engineers sem hafa sannað mál sitt að lifa á vígvellinum fá Flak Jacket sem tekur 50% tjónið af sprengingar.

  • Signals
    Þetta launar manni fyrir að sprengja objective með airstrike eða artillery, og að gefa mönnum ammo pakka. Field Ops fær 1 XP fyrir að gefa ammo pakka, 3 XP fyrir að drepa óvin með airstrike, 4 XP fyrir að drepa óvin með artillery, 5Xp fyrir að sprengja objective með annaðhvort airstrike eða artillery.

    Level
    1. Magnið Bætt
      Hver ammo pakki hefur auka clip og tekur aðeins 15% af Power Bar í staðin fyrir 25%
    2. Signals
      Að kalla á Artillery eða Aristrike tekur nú bara 2/3 af Power Bar, sem leyfir þér að kalla inn oftar.
    3. Artillery og Airstrike Bætt
      Airstrike kemur núna 2 sinnum og Artillery endist 2 sinnum lengra.
    4. Kennsl á Óvinum
      Núna geturu séð óvini í búningum, þegar þú ferð með crosshair yfir hann þá kemur Disguised Enemy og allir sjá hann á kortinu.

  • Covert Operations
    Covert Ops er notaður til að njósna um óvinina, eyðileggja objective eða að nota sniper og gefa smá cover. Maður fær 5 XP að drepa með scope(kíkir) headshot, 3 XP að drepa með scope líkamaskot(hendur, fætur og allt það), 3 XP fyrir að finna Mine, 5 XP fyrir að dúlbúa sig sem óvinur, 5 XP fyrir að drepa með satchel charge, 7 XP fyrir að sprengja objective með satchel charge.

    Level
    1. Ammo
      Hver ammo pakki frá Field Ops eða Ammo hillu gefur þér auka clip.
    2. Power Bar
      Getur notað Satchel Charge og Smoke grenade oftar: Power Bar lækkar notkun um 1/3.
    3. Stjórn á Andardrátti
      Snilligáfan þín á sniper leiðir til að 50% lækkun í recoil(kastast aftur) og stjórnun á scopuð vopn.
    4. Morðingi
      Leyfir þér að drepa strax þegar þú stingur einhvern í bakið(backstabber ;).
Það eru margar útskýringar á þessu, þetta er bara ein af þeim.

Hvað er þetta Power Bar?
Power Bar er mátturinn okkar(The Force). Við þörfnumst orku úr Power Bar til að nota okkar special weapon, t.d. að kalla á artillery eða að planta dýnamít.
Það hækkar eftir hvert XP stjörnu sem kemur á rúnunum. Síðan er eins og stendur fyrir ofan að Command Post styrkir Power Bar.
Ef þú villt læra meira um Power Bar, ættiru að leita helst á netinu eða bara spurja á #wolfenstein.is.

Punkbuster?

Hvað er Punkbuster?
Punkbuster er svindl vörn fyrir suma leiki, hægt er að sjá hvaða leiki hér.

Afhverju er þetta ekki á öllum serverum?
Þótt að Punkbuster sé gott og verndar okkur frá svindlurum þá hefur það galla, það laggar mann. Það eru flestir sem vilja ekki hafa Punkbuster á server útaf laggi.

En laggar þetta ekki bara smá?
Jú, en það getur eyðilaggt miðið. Segjum að ég fari á server og það sé Punkbuster og það er einhvað laggmikið map, það væri dáldið leiðinlegt þar sem að ég er með lélega tölvu, ég gæti ekki hitt neitt nema með heppni og myndi enda bara að sparka í tölvuna eða einhvað ;p
Þeir sem eru með betri tölvur og góðar tengingar eru eiginlega einu sem vilja PB því að þeir lagga ekki.

Er þetta ekki bara tengingin?
Nei ég efast um það, það er ekkert nóg að hafa góða tengingu og allt verður í lagi. Ég held að vandinn liggur í Skjákortinu, þeir sem áttu geðveikt góða tölvu fyrir ári til tveim eru með lélega tölvu núna.. maður þarf bara að Upgrada tölvuna sína en það kostar peninga, stundum hefur maður alls engann pening og það gerir smá vandamál.


Ábendingar
Þar sem að þessi Thursahjálp er búin kemur hér ábendingar um góðar greinar sem geta gefið manni hjálp. Athugið, sumar greinar þarna hafa þegar upplýsingar sem eru þegar í Thursahjálpinni. Þýðir ekkert að segja að ég sé að stela eða þeir sem skrifuðu þessar greinar, allar upplýsingarnar í Thursahjálpinni eru beint frá mér, úr Q3 Thursahjálpinni eða úr byrjendunarhjálp sem ég fann utanlands.
Classar:
Engineerinn
Field Ops
The Medic
Tilgangur Medic
Covertinn
Soldier
Upplýsingar um alla classa
Möpp:
Smá hjálp um möpp
Map : Siwa Oasis
Map : Rail Gun
Map : Base!
Map : Beach!
Annað:
Að byrja að spila ET
Punbusta og Commando Propmpturinn
Config Scripts
Smá hjálp með að bind í configinn
Bobots!!! ^_^ (bottar í ET)
Basic skills
Stealth

Lokaorð

Margt í þessari Thursahjálp er tekið af Quake III Thursahjálpinni, RTCW Thursahjálpin verður tekin út í augnablikinu, þar sem að enginn byrjandi spilar RTCW og enginn íslenskur RTCW server.
Ef þið hafið einhverjar spurningar, ábendingar eða jafnvel kvartanir í sambandi við Thursahjálpina, sendið mail til mín lolmus(at)snerpa.is

Uppfært: 2. Október 2006

Kveðja Bloodsound
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok