Sú hugmynd hefur lengi legið í loftinu að Íslendingar geri landslið í RTCW: Enemy Territory, enda er þetta vinsæll leikur bæði hér og erlendis og við eigum góðan hóp af heimsklassa spilurum sem geta eflaust snúist flestum, ef ekki öllum, af bestu erlendu spilurunum snúning. Því miður hefur engin hreyfing verið á þessum málum – fyrr en nú. Ég hef safnað saman þeim leikmönnum sem mér finnst helst skara fram úr hér á landi og hafa þeir allir tekið stöðu sinni innan landsliðsins með bros á vör. Vissulega komast ekki allir að sem vilja og verð ég að hryggja ýmsa með því að segja að ég hafi ekki í hyggju að bæta við leikmönnum á næstunni. Engu að síður sakar ekki að tala við mig á huga.is eða á ircinu og láta áhuga ykkar í ljós ef þið viljið komast í liðið. Jæja, nóg um það, hér er listinn yfir landsliðsmenn:
Team Iceland – Enemy Territory:
Drown (fyrirliði) – Cosplay
Cha0tiC – Cosplay
Joe – Cosplay/Hux
Xzach – Cosplay/Murk
Olaf – Murk
venge – Severe
Mephz – Severe
assi – SA
Áætlunin er að taka þátt í ET Nations Cup í ClanBase (http://www.clanbase.com/news_league.php?lid=1420) á næsta tímabili. Það eru nokkrir mánuðir í að það hefjist, en við nýtum okkur tímann til fulls og munum æfa stíft þangað til, því við stefnum hátt. Þeir sem hafa áhuga geta fylgst með stöðu liðsins á #team-iceland.et á IRCnet, en það verður væntanlega atburðarlítið þangað til Nations Cup byrjar.
Jæja, ég held að það þurfi ekki að fara fleiri orðum um þetta – lítil grein, en ansi stór viðburður í íslensku ET senunni. Ég vona að þetta séu ánægjulegar fréttir fyrir þá sem hafa áhuga á Wolfenstein leikjunum og öðrum netleikjum, og að sama skapi vona ég að fólk eigi eftir að styðja okkur í framtíðinni. Áfram Ísland!