Sumir segja gjarnan um einhverja vísindalega kenningu: þetta er bara kenning. Þetta er bara (sic) vitleysa. Tilgangurinn er oft að draga úr gildi kenningarinnar, þetta er augljóst af almennri notkun orðsins.
Hann er bara barn og veit ekki betur. Í þessu tilfelli er verið að benda á að börn eru ekki eins og fullorðnir og því eigi ekki að taka illkvittni þeirra eins alvarlega. Þetta er eðlilegt athugasemd hefði ég haldið.
Þetta er bara kenning. Hér er einnig verið að gera það sama, hér er dregið úr gildi kenningarinnar með einu orði (og fólk tekur stundum undir þetta án þess að hugsa út í það). Jafnt framt gefur þetta í skyn að maður ætti ekki að taka kenninguna alvarlega.
Nú er það ekki svo að menn eigi að taka vísindalegum kenningum gagnrýnislaust, en ef menn hafa sýnt fram á að hún stenst skoðun og er góð lýsing á raunheiminum er full ástæða til að taka hana alvarlega. Afstæðiskenningin er ekki bara kenning, hún er kenning. Sama gildir um þróunarkenninguna sem er ekki bara kenning heldur kenning. Það er ljótur vani hjá sumum en ekki endilega meðvituð tilraun til þess grafa undan mikilvægri þekkingu.
Thank you very nice.