Ég hef verið að skoða í gegnum öll tölvutilboðin á netinu og hef verið að taka eftir því að rosalega mikið er af tölvum með SDRAM minni. Ég hélt sjálfur að þetta væri nú að deyja út og væri jafnvel farið úr umferð. Er það ekki rétt hjá mér að þessar verslanir sem eru að selja SDRAM móðurborð og SDRAM minni í þessum tilboðum eru bara að losa sig við það sem er útdautt ? Ég sé engan kost við það að vera með SDRAM þegar DDR minni er búið að lækka svona í verði. En ef ég hef rangt fyrir mér þá vil ég helst fá að vita það :)
Þegar ég byrja þá get ég ekki hætt.