Þannig er mál með vexti að sl. 3 ár eða svo hef ég notað alveg ágætis Compaq lyklaborð til að skrifa á heimavélina mína. En þar sem það er farið að vera komið á aldur, orðið ansi skítugt og ljótt og notar tækni frá níunda áratug tuttugustu aldar þá langar mig til að skipta um og fá mér eitthvað aðeins meira hip, kúl og trendy lyklaborð. En það er smá hængur á. Ég geri frekar einfaldar kröfur.
1. USB tengi (og helst USB Hub).
2. Venjulegt lyklaborð (ekki Natural dót).
3. Eðlilegur Enter takki (ekki hálfur).
4. Ekki þráðlaust.
Eftir ítrekaðar ferðir í verslanir og um vefsíður þá hef ég komist að því að það virðist vera ómögulegt að fá lyklaborð sem uppfyllir þessar frekar einföldu kröfur. Megnið af þeim lyklaborðum sem eru í boði eru þráðlaus og oftar en ekki með mús í pakkanum. Ef þau eru ekki þráðlaus þá eru þau með heimskulegum Enter takka eða ekki með USB (já það finnast enn PS/2 borð í búðum).
Hvað er málið? Er ástandið virkilega þannig að það seljast bara þráðlaus lyklaborð eða er þetta bara vitleysa í innkaupaaðilum?
Hvernig er með ykkur. Eruð þið að vilja þráðlaus lyklaborð (og mýs) og hálfa Enter takka?
Ef þið vitið um búðir sem hafa lyklaborð sem uppfylla þessar kröfur endilega látið mig vita.
JReykdal