Sæll, þar sem við erum að tala um það sama á tveimur stöðum ætla ég líka að svara
hinu svarinu þínu hér.
Sem betur fer eru siðareglurnar það vel skrifaðar að maður þarf ekki að vera lögfræðingur til að skilja þær. Ég vitnaði í þær vegna þess að ég er að læra um þær í skólanum og vegna þess að þessi auglýsing (eða tilkynning) brýtur þær greinilega.
Þið segist ætla að sendurbæta fríþjónustuna ykkar og svo „en að auki verður boðið upp á PHP stuðning og MySql gagnagrunnstengirngar fyrir þá sem það þurfa.“ Þá gerir maður sjálfkrafa ráð fyrir að það verði líka ókeypis, af því að upprunalega þjónustan var ókeypis. Ég var ekki sá eini sem dró þá ályktun. Um það snýst umræðan hérna á Huga, ásamt reyndar takmörkunum á skráaendingum sem þið hafið leyst.
Hvort sem þetta er auglýsing eða tilkynning mundi ég halda að sömu, eða svipaðar reglur gildi um þetta. Ef líklegt er að lesendur dagi viltausar ályktanir er hún illa orðuð og henni ætti að vera breytt til að gera hana skýrari, til dæmis að segja: „gegn vægu gjaldi“ í staðinn fyrir „fyrir þá sem þurfa“. Þessi aulýsing er því miður komin í og úr notkun og þá er lítið annað hægt að gera en annað hvort uppfylla hana (sem ég skil alveg að þið viljið ekki gera), biðjast afsökunar, eða hætta að verja hana, reyna að gleyma henni og gera betur næst.
Mér finnst fínt, eins og ég hef sagt áður, að þetta sé fríþjónusta sem styður bara HTML, CSS, myndir og þess háttar og að maður þyrti að borga fyrir PHP og MySql stuðning. Auglýsingin sagði hins vegar ekkert um verð og þess vegna er rökrétt að draga ranga ályktun.
Það hefur enginn beðið um ókeypis PHP án hamlana, eins mikið geymslupláss og þeir vilja né eins marga MySql gagnagrunna og þeir geta stofnað. Fólk hefur bara beðið um það sem stendur (eða er ýjað að) í auglýsingunni (eða tilynningunni) ykkar. Mér persónulega er alveg sama um PHP/MySql stuðning (er með minn eigin) en orð skulu standa.
Annað sem mér finnst betur mætti fara hjá ykkur er verðskráin. Ég reyndi að finna hana en hún er ekki á netinu (svo best sem ég veit) þannig maður verður að senda ykkur póst. Þetta er eykur hvorki löngun manns til að eiga viðskipti við ykkur, né traust manns á ykkur sem fæst með gegnsægi verðskrár („ætli aðrir fái hagstæðari kjör en ég?“). Ég skil að það sé erfitt að búa til verskrá fyrir jafn breytilega þjónustu og vefhýsing er en
stuff.is hefur leyst þetta ágætlega.
Hvað takmarkanir á skráaendingum varðar hafið þið lagað það og, eins og ég hef áður sagt, kann ég ykkur bestu þakkir fyrir. Enn fremur vil ég óska ykkur til hamingju með þau góðu viðbrögð sem þið hafið fengið og fjölda skráðra notenda og ítreka ánægju mína með þjónustu ykkar.