Góðan daginn.
Mér finnst vægast sagt fyndið að lesa þessa umræðu þar ónefndir aðilar “hóta” því að versla aldrei við okkur aftur. Þið ofangreindir, né sjálfsagt allir sem hér rita hafa aldrei “verslað” við myWEB.is og afar ólíklegt að það hefði gerst hvort eð er. Ég tek undir orð þeirra sem impra á því reglulega hérna að þetta sé fríþjónusta. Það sem fellst í orðinu segir hvað málið snýst um. Ef þjónustan er svona léleg, er bara um að gera að sækja hana annarsstaðar hérna á netinu - ekki vera að eyða tíma ykkar og orðum í okkar þjónustu.
Ykkur lesendum til glöggvunar er hér að finna tilkynningu okkar á easy.go.is vefsvæðinu:
http://easy.go.is/easy.jpgÞessi mynd sýnir augljóslega að þarna var tekið fram að “auk þess yrði boðið upp á PHP og mySQL fyrir þá sem það þurfa”. Ekkert nefnt um að sú þjónusta væri innifalin í fríþjónustu né gjaldfærð.
Líklega erum við að eiga við unga einstaklinga hér sem hafa því miður ekki ennþá fengið kennslu í kurteisi og mannlegum samskiptum en við höfum jafn gaman að því að aðstoða þá sem hafa verið að setja upp vefi hjá okkur síðustu daga. Móttökurnar hafa verið framar öllum vonum og við þökkum þeim sem hafa sent okkur hlýjar kveðjur á myweb@myweb.is .
Þið hinir sem þurfið svo mySQL eða PHP stuðning ættuð endilega að hafa samband og kanna hvað við getum boðið ykkur. Það getum við þó fullyrt að við séum með ódýrustu vefsíðuhýsingu á Íslandi. Fylgist líka spennt með fleiri þjónustuliðum sem við munum setja í loftið á næstu dögum!
Þið sem hafið ekkert annað að gera en að setja út á framtak okkar, getið svo fundið ykkur aðra vettvanga eins og t.d. blog.central.is eða folk.is til að úthúða. Nú eða bara sleppt því.
Kveðja frá myWEB.is