Ég var að pæla hvort það væri ekki hægt að setja upp nýjan kupp, sem héti “Tips 'n Tricks” eða “Kóðahornið”, eða eitthvað álika. Einhvern tíma var rætt um þetta og áhuginn var frekar mikill, en það datt niður fyrir.
Hugmyndin er sú að þarna sé hægt að henda inn kóða eða ábendingar fyrir aðra til þess að skoða.
Þetta passar ekki í leiðbeiningarhornið, því þetta eru ekki leiðbeiningar, bara stutt hnitmiðuð tips eða kóðar sem aðrir verða í raun og veru að figura út.
Þarna væri t.d. mjög gott fyrir einhverja að submitta function sem han gerði, t.d. var Augustus með eitt “snilldar” function fyrir asp-ið, þar sem hann maskar response.write yfir í echo, til þess að nota í asp-inu sínu, því hann fílar php betur ;).
Eitthvað svoleiðis, eða nú bara:
“Næst þegar þú lætur bakgrunns mynd notaðu css, þar nærðu að stjórna henni mun betur….(einhver css kóði)”
Eitthvað svona horn sem maður getur postað í ef maður uppgvötar eitthvað eða gerir eitthvað sniðugt. Ef maður postar því á korkanna tapast það aaansi fljótt og frekar erfitt að finna það aftur ef einhver vill nýta sér þetta aftur.
Hvað segiði um þetta og hvað finnst ykkur að það ætti að heita?
Arnorg, Cazper: Ætti þetta nokkuð að vera mikið mál? Hvað segið þið sjórnendur.<br><br>kv.
ask | <a href="http://bergur.is“ target=”_blank“ style=”text-decoration:none;">bergur.is</a