Þér er guð velkomið að slást í hópinn með okkur og hjálpa aðeins til. Það er ekki stakur maður í hópnum sem fær greitt fyrir að vinna í PHP, ekki einu sinni Zend vélina sjálfa. Allt er gert af sjálfboðaliðum, hvort sem það er að laga bögga, þróa nýja hluti, QA, sjá um manualin, user notes o.s.frv.
Starfsmenn Zend, Yahoo, IBM, eZ og Omniti (svo einhver séu nefnd) eiga það þó oft til að vinna í PHP á sínum vinnutíma þegar þeir sjá eitthvað athugavert/þurfa viðbætur.
Það eru þó örfá extensions í pecl sem eru sponseruð af fyrirtækjum (SDO sem dæmi), en ekkert inn fyrir php-src/.
Lélegt stjórnun á þróun PHP hefur gert það að ferlegu flykki sem ómögulegt er að þróa í
Hvað er það sem þú ert í vandræðum með?
Ég skal alveg viðurkenna að QA teamið mætti vera betra (einsog sjá má með 5.1.3), en ég efast um að þú sért að tala um það, með eitthvað í höndunum sem þú getur bennt á?
PHP hefur náð að eyðileggja sjálft sig með lélegu skipulagi og eyðilagt marga upprennandi forritara með því að venja þá á lélega forritunarleiðir.
Hvernig í ósköpunum færðu það út? Ef þú átt við OO fítusana þá finnst mér þær viðbætur alveg frábærar og mikil þörf fyrir.
PHP hefur ekkert skipulag. Meðal vandræða þess er namespaces og föllin.
Þú ert á móti BC breaks en þú villt samt brjóta hvert eitt og einasta PHP script sem hefur nokkurtíman verið skrifað með því að namespace'a internal föllin?
That said. Jessie Hernandez er að vinna í user-space namespace patchi sem verður líklega í PHP6.
Mikið af þessum skipunum gera næstum hið sama með smávægilegum breytingum og flækja málin frekar en að gefa manni fleiri möguleika.
The operative word being *næstum*.
PHP býður þér gríðarlegt úrval fallra og extensiona til að gera *nákvæmlega* það sem þú villt, ekki *næstum því* það sem þú villt.
Og nöfnin fylgja engum reglum.
Og hvað, eigum við að brjóta BC, aftur fyrir þig, svo að öll föll séu aðgreind með underscore?
*ÖLL* ný föll nota underscores, *ÖLL* ný methods nota camelCase.
Þetta eru mistök sem voru gerð strax og þú varðst ástfanginn að PHP (3), ekki séns að því verði breytt næstu árin þar sem það myndi brjóta triljón scriptur.
Stundum þarf að skilgreina id kóða fremst og stundum er hann aftast.
ID? Held þú sért eitthvað að miskilja þessi rök, vandamálið er needle/haystack.
Þetta var rætt, ítarlega, þegar skipulagið fyrir PHP6 var rætt. Niðurstaðan var sú að þetta voru ekki mörg föll en BC breakið var samt of mikið til að réttlæta þessar breytingar.
PHP er viljandi gert hægvirkt. PHP er ekki með innbyggt caching. Vegna þess að Zend fyrirtækið á pakvið PHP vill fá að selja það. Það er hægt að komast framhjá því með að nota lausn frá þriðja aðila en það telst ekki með þar sem það er ekki partur af PHP.
Hvaða djöfullsins kjaftæði er þetta í þér drengur? Þú hefur greinilega 0 hugmynd um hvað þú ert að tala hérna.
Ouh. BTW. Opcode cache verður partur af PHP6, mjög líklega pecl/apc.
PHP.ini er djöfull forritara. PHP.ini er bara með of mikið af stillingum fyrir forritara og kerfisstjóra.
Jæja. Loksins fannstu eitthvað sem við erum allir sammála um. En, er einhver stilling þarna sem þú getur bennt á og sagt “þetta er óþarfi”?
Í fyrstu skoðun þá finnast kanski morgum að það sé sniðugt að geta breytt öryggisstillingum PHP en það er röng skoðun. Þú átt ekki að geta gert forritunarmál óöruggara. Og PHP.ini gerir það að verkum að þú ert ekki öruggur um að kóðinn þinn keyri á vefþjóni þó að þjónnin sé á sömu útgáfu PHP og þú notaðir.
Ha? Breytt öryggisstillingum? Þætti gaman að sjá þinn php.ini.
4.3 og 4.4 breyttu skilgreiningum á referencum.
Lestu nú aðeins hvernig hlutirnir virka áður en þú ferð að ibba gogg.
Refrence er ekkert nema refrence, er helvíti erfitt að breyta skilgreiningunni á því.
Málið með allar útgáfur fyrir PHP4.4.2 er að refrences (notuð á rangan hátt) gátu skapað alvarleg memory corruption, variables og objects voru óáreiðanleg. Sjaldan (ef nokkurntíman) urðu menn varir við þetta og eyddi Derick 2vikum bara í að finna út hvað væri að.
Ef þú ert í vandræðum með PHP4.4 þá er það nokkuð greinilegt að þú skilur ekki hvernig refrences virka í PHP - og ættir þ.a.l. ekki að vera nota þau.
Þar af leiðandi eru mikið af vefforritum sem koma út í bæði 4.4 útgáfu og 4.3 útgáfu.
Nei. Mörg script voru uppfærð fyrir 4.4, og í staðin fyrir að játa sína vankunnáttu fór fólk að bölva PHP.
Ég veit um ekkert unit sem er gefið út fyrir bæði 4.3 og 4.4, en veit um mörg sem stimpla “forritin” sín “PHP4.4 compatible”.
Útgáfa 5.0 er með mikið af breytingum og ég hef þurft að gera breytingar á flestum kóðum til að færa milli útgáfna.
Jæja. OK. Ef þú ert að tala um það sem er nefnt í php.net/migration5.incompatible. En einsog og þú sérð eru þær breytingar sem voru gerðar þarna á milli meika mikið sense ef þú pælir í því (nema kanski object án props er ekki lengur empty())
En PHP5 kom ekki með namespaces eins og rætt hafi verið um en sagt er að það komi í útgáfu 6.
Rétt er það. Namespaces virkuðu mjög illa í PHP5.0 og var þar af leiðandi tekin sú áhvörðun að kasta þeim algjörlega heldur en að lifa við legacy support lengi lengi. VONANDI verða þau vandamál sem komu upp í PHP5.0 leyst í PHP6.0 en það er ekki alveg komið í ljós, Jessie og Marcus eru að kíkja á það mál.
En namespaces munu breyta öllu þannig að PHP5 og PHP4 munu ekki keyra á neinn hátt á PHP6 né tilbaka.
Heyrðu félagi! Núna ertu kominn í hring! Áðan sagðiru að þú værir í heilmiklu tjóni útaf því PHP hefur ekki namespace support en núna villtu þau ekki?
Einsog áður segir, internal föll verða EKKI tekin úr global space, EVER. User space namespaces verða þó VONANDI í PHP6.
Eftir að userspace namespaces verða komin þá er aldrei að vita nema að nýjir fítusari fari ekki í global space, en það er ekki séns að core extensionin fari nokkurntímann útfyrir global space.
On the subject of PHP6.. ..einhverja hugmynd um hvað er að gerast í þeim málum?
Unicode uppfærslan ein og sér mun brjóta tonn af apps (bara að gefa þeir fleiri skotfæri…). Áður en þú ferð þó að reyna nota þetta skot skalltu kíkja á hvað unicode uppfærslan hefur að segja fyrir málið.
Það er ekki einu sinni víst að það dugi þér að upppfæra kóðan heldur gætiru þurft að byja nær uppá nýtt. Og þetta er stórt vandamál fyrir fyrirtæki.
Nújá? Sagði mamma þín þér þetta? Jimin.
Einhverntíman heyrt um Yahoo! eða IBM?
Það er fjöldinn allur ef fleiri vandamálum sem eru kanski flóknari í eðli sínu.
Ég hef opin eyru. Endilega deildu þeim með mér og ég skal gera mitt besta til að hjálpa þér.
Better yet, submittaðu bug á
http://bugs.php.netEn niðurstaðan er bara sú að PHP er ekki einfalt og sniðugt lengur.
Haaaaaa. Útaf því að OOP er núna möguleg í PHP ert þú búnað áhveða það að PHP sé hvorki einfalt né sniðugt?
Hvað nákvæmlega er það sem er svona flókið við PHP? Mamma mín gæti lært PHP!
Þú getur ekki leyst vandamál með því að byggja á reynslu eða giska þig áfram. PHP gaurarnir vantaði bara stefnu og vilja til að halda túngumálinu hreinu.
Hvað er það sem er að hrjá þig félagi? Við höfum okkar séreinkenni alveg einsog öll mál í heiminum. Við erum ekkert að neyða þig til að nota PHP, ef annað mál hentar þér betur í þína vinnu GO FOR IT!
Eina sem PHP er að reyna bjóða þér að alternative leið til að losa vandamálið sem þú ert að reyna takast á við.
En um leið og þú ætlar að fara setja up flóknari kerfi þá lendiru í því að vera með forrit sem er byggt á hundruðum samantengdra skítareddinga. Eins mikið og ég hata nú java(vá farið að nota minna minni) þá er ég samt farin að mæla með því frekar en að nota PHP í stærri verk.
Ertu að bera PHP og Java saman? Ég er farinn að halda að þú sért nemandi í háskóla reykjavíkur þetta er komið útí svo mikið kjaftæði hjá þér.
.net er nothæft einnig en Python og Ruby hafa vinninginn í að samhæfa einfaldleika og kraft.
Að sjálfsögðu áttu að nota mál sem hentar þér best í verkið sem þú ert glíma við, hvort sem það er java, .net, php, sh…
Og eru einnig Object Oriented sem sárvantar í PHP.
Hmh. Varstu ekki að rífa kjaft yfir að það væri OO sem væri að skemma allt fyrir þér áðan? Sagðir að málið væri orðið of flókið og væri að brjóta BC og ég veit ekki hvað og hvað þú varst að segja.
-Hannes