VÍsindamenn telja sig nú hafa fundið tíundu reykistjörnuna hér í þessu sólkerfi. All margir hafa undrað sig á því að hún hafi ekki fundist fyrr, en það er sennilegast af því að sporbaugur hennar er öðruvisi en flestra annara pláneta í sólkerfinu. Þær plánetur sem vitað var af áður fara nokkurn veginn í hring en þessi pláneta sem er bara nýfundin, hefur stóran möndlulaga sporbaug sem er langt frá sólu a endunum, en er nálægt henni fyrir miðju sporbaugsins. Því sést hún sjaldan, því hún fer svo langa leið. Ekki er búið að skýra þessa plánetu en það verður gert þegar það er staðfest að hún sé hluti af sólkerfinu.