Þetta er fyrsti hluti af þremur(eða tveimur) um Túrin. Afgangurinn kemur í næsta mánuði, njótið.
Túrin var fæddur sama ár og Beren kom að Lúþíen dansandi í Doríat. Hann var fæddur í Dor-lómin og var sonur Húrins og Morwenar. Hann átti eina systur að nafni Urwin, og hann unni henni mjög. Þegar Túrin var aðeins fimm ára dó systir hans og tók það mikið á hann og hann varð dapur í langan tíma. En aftur drundi ógæfan yfir. Því þegar Túrin var orðinn átta ára, féll faðir hans í Dagor-Bragollach(Þúsundtáraorrustunni.) Á þessum tíma leitaði Túrin einkum til eins manns. Það var Sador þjónustumaður hjá föður hans. Hann hafði verið skógarhöggsmaður en fyrir slysni hafði hann höggvið af sér hægri fótinn, og eftir þetta slys vann hann við trésmíði og hann gerði mikið af stólum og borðum og öðru slíku fyrir Morweni.
Eftir Dagor-Bragollach réðust austlingar inn í Dor-Lómin og rændu öllu og tóku menn sem þræla og konur settu þeir í kvennabúr sín. Höfðingi auslinganna hét Broddi og hann lét reisa sér stóra höll norður af húsi Morwenar. Austlingarnir þorðu þó ekki að ráðast á Morweni því þeir héldu að hún væri máttug norn í slagtogi með álfum.
En þegar ógnin af austlingunum var orðin mjög mikil, þá ákvað Morwen að senda Túrin í burtu, yfir fjöllin til ríki Þingólfs í Doríat. Aðskilnaðurinn sár fyrir Túrin, sérstaklega aðsklilnaðurinn við Sador og móður sína sem hann elskaði mikið.
Túrin fór með tveim gömlum mönnum sem þekktu vel leiðirnar yfir fjöllin og þó þeir væru gamlir voru þeir enn sterkir. Og saman komust þeir yfir fjöllin að landamærum Doríat.
Nokkrum mánuðuð seinna fæddi Morwen annað barn sem hún skírði Níenor, en á meðan hún fæddist voru Túrin og fylgdarmenn hans villtir við landamæri Doríat, þegar að Beli Stórbogi kom að þeim og kom þeim til Mengróttu þar sem Mellíana og Þingólfur, konungur og drottning Doríat lifðu.
Þingólfur og Mellíana sendu sendiboða aftur til Morwenar en hún neitað því. En hún gaf þeim hjálm Hadórs sem var úr köldu stál skreyttur gulli og á hann voru grafnar töfra rúnir. Og það var sagt að eingin sem hann bæri gæti dáið eða særst. Hann var gerður eins og aðrir hjálmar sem dvergar gerðu(því að dvergurinn Telchar smíðaði hann) að því leiti að hann huldi alvega andlitið og augun og allar örvar og öll sverð sem fóru í hjálminn skoppuðu af honum. Og Mellíana fól hann nú Þingólfi til varðveislu og til að gefa Túrni hann, þegar að hans tími kæmi.
Í Doríat ólst Túrin upp og þar kynntist hann álfkonu að nafni Nellas sem var látin hafa auga með honum þegar hann gekk um í skóginum. Og af henni lærði hann margt og þó aðallega það að tala álfamálið Sindarin. En þegar Túrin óx úr grasi hætti hann smán saman samskiptum við Nellas því að hún vildi aldrei koma inn í Mengróttu því að hún vildi alltaf vera undir berum himni. Og að lokum hætti hann öllum samskiptum við hana en hún elti hann þó enn en hún fór leynt og var í felum.
Ekki voru allir álfarnir hrifnir af Túrni og tveir mestu hatursmenn hans voru þeir Særos ráðgjafi konungs, sem konungurinn mat mikils og Dæreon sem var mesti söngvari allra álfa.
Þegar Túrin var Sautján ára þá fór hann til Mellíönnu og Þingólfs og bað þau leyfis að mega fara aftur heim til sín þar sem að engar fréttir bárust lengur þaðan og allir sendiboðar sem Þingólfur sendi sneru ekki aftur til baka. Þau neituðu hinsvegar ósk hans, og í staðinn tók hann hjálm Hadórs og vopn sín og fór til norður landamæra Doríat og var þar með nokkrum álfa hermönnum og þeir réðust á alla orka og öll skrímsli sem Morgoth sendi sem áttu leið þarna um. Og þarna eignaðist Túrin nýjan vin sem hét Beli Stórbogi og var færasta bogskyttan í Doríat og þótt víðar væri leitað.
Þannig liðu þrjú ár og á þeim tíma kom Túrin sjaldan að hitta Mellíönnu og Þingólf. En þegar þrjú ár voru liðin fór Túrin aftur til Mengróttu því að hann þurfti að fá járnsmið til að laga vopn sín og verjur sem voru orðin slitin eftir alla bardaganna. Um kvöldið sama dag og hann kom settist hann til borðs með þeim eldri og vitrari í Mengróttu og vegna ógæfu sinnar settist hann í sæti Særosar. Og þegar Særos sá það þá hélt hann að Túrin hefði gert þetta af stolti og hroka og það kvöld gerði Særos allt sem í hans valdi stóð til að espa Túrin upp og að lokum hennti Túrin í hann vínbikar og ætlaði að drepa hann en hann var stöðvaður og þá gekk Túrin í burtu en Særos ætlaði sér nú að koma fram hefndum.
Næsta morgun þegar Túrin var að fara frá Mengróttu þá sat Særos fyrir Túrni. En Túrn sem var þjálfaður í óbyggðunum kom auga á hann og þeir börðust þar til að því kom að Túrin hjó sverðið af Særoni og lét hann hlaupa á undan sér í burtu og vegna öskra Særonar fóru margir álfar að elta þá en enginn náði þeim og þegar Særos kom að nokkuð víðu gljúfri reyndi hann að stökkva en það mistókst og hann datt ofan í gljúfrið og dó.
Eftir talaði Túrin við vin sinn Mablung sem hafði elt þá og neitaði að koma aftur til Mengróttu og bíða dóms. Hann hélt að hann yrði dæmdur útlægur vegna morðsins og hann lét sig hverfa og hann kom ekki heldur aftur til norður landamæranna og Beli Stórbogi varð áhyggjufullur og hann fór til Mengróttu og bað um miskunn fyrir Túrinn, því að menn héldu að Túrin hefði ráðist á Særos en ekki öfugt. En að lokum kom Nellas fyrir Þingólf þegar átti að fara að dæma Túrin og sagði þeim réttu söguna, að Særos hefði byrjað með því að ráðast á Túrin og Túrin var náðaður. En á meðan var hann einn í skóginum á flótta.