Orka-hugleiðingar Ég byrjaði að krota niður nokkrar hugleiðingar mínar um Orka í sambandi við póst bjarna85 þegar ég sá að þetta væri orðið nógu mikið í grein.

Hér eru hugleiðingar bjarna85:

<i>orkar eru álfar.
álfar eru ódauðlegir.
Álfar endurfæðast í höll mandosar þegar þeir deyja…
Hvert í óskupunum fara orkar þá???
Endurfæðast þeir kannski annarsstaðar?? hjá melkori ef til vill eða Sauron???
(Það er grunsamlegt hve margir orkar eru til og hve reiðubúnir þeir voru til að æða í opinn dauðann)
Það er hvergi minnst á orkakonur eða orkabörn í bókunu. (rétt ekki satt???) </i>

<b>Og hér koma svo mínar:</b>
Ég tel að kynstofn Orka hafi verið allt annar en kynstofn Álfa. Ég þekki vel söguna hvernig Melkor stal nokkrum Álfum við Vökuvatn, gerði tilraunir á þeim og bjó til fyrstu Orkana. Mér finnst þetta samt vera eins og dæmið um að maðurinn (þ.e. við) sé kominn af öpum. Ég til mig ekki vera apa og ég tel ekki apa vera mann þó að við eigum svo sem marga sameiginlega eiginleika og áttum fyrir langa löngu sömu forfeður.
Á sama hátt eru Álfar og Orkar dæmi um sitthvorn kynstofninn þó að Orkar séu komnir af Álfum.
Og Orkar eru gjörólíkir Álfum. Orkar hafa lifað svo lengi saman, án þess að hafa átt samneyti við annan kynstofn (mér vitanlega) og eru því orðnir gjörólíkir þeim kynblendingum sem í upphafi voru.
Þau Álfaeinkenni sem mögulega enn hafa verið til staðar í fyrstu Orkunum einfaldlega dóu út eftir því sem Orkastofninn hélst einangraður í þessar aldir og Orkaeinkennin hreinræktuðust.
Og svo verður einnig að taka tillit til þess sem Darwin kallaði náttúruval. Þ.e.a.s. að þeir hæfustu í stofninum lifa af.
Álfar myndu ábyggilega ekki þola lengi vist í ömurlegum, sólarlausum stöðum eins og Mordor, Moría og neðanjarðarvirki eins og Angmar og Dol Goldúr og þar af leiðandi hljóta þeir Orkar með sterk Álfaeinkenni einfaldlega fljótlega að hafa dáið út en þeir með sterk Orka-einkenni Melkors orðið ofan á.

Og ég tel heldur ekki að Orkar séu eins og þeir eru, einungis vegna þess að þeir lifa við ömurlegar aðstæður. Lítið á Gollri, hann var orðinn snarbrjálaður af því að lifa neðanjarðar í allan þennan tíma, talandi við sjálfan sig o.s.frv. Orkar hinsvegar eru auðvitað blóðþyrstar, viðurstyggilegar skepnur en þrátt fyrir það eru þeir nú ágætlega greindir , fylgja herreglum og Orkahöfðingjarnir sem við kynnumst eins og Úglúk, Grisnakh, Gorbag og Shagrat eru ekkert svo vitlausir.

Mér finnst harla ólíklegt að Orkar eigi sér framhaldslíf. (Alla vega yrði Mandos ekki kátur með það ef einn fallinn Orki myndi vakna í Dauðrasölum hans:)
Og ég einfaldlega efast um að Melkor sé nógu máttugur til að geta gefið þeim þá gjöf þó að hann hafi getað margt.
Valinn Áli gat nú ekki einu sinni búið til Dverga sjálfur. Hann fattaði það ekki að Dvergarnir kæmu ekki til með að gera annað en það sem hann vildi og þegar hann liti undan myndu Dvergarnir standa vilja- og hreyfingalausir.
Þetta er eitthvað sem sennilega er einungis á valdi Ilúvatars.
Því tel ég að Orkar hafi einfaldlega bara dáið…

Það kemur fram í Silmerlinum (eða annars staðar) að Orkar fjölga sér eins og Börn Ilúvats, þ.e. Álfar og Menn. Því hljóta Orka-konur að hafa verið til, maður frétti bara ekki af þeim. Það er svo sem ekkert nýtt. Maður heyrir nánast ekki neitt um Dverga-konur, samt voru þær til - með skegg og allt. Móðir Þorins er eina Dverga-konan sem minnst er á.

———
Jæja ég vona að ég hafi ekki gert ykkur öll vitlaus á stofn-erfðafræði hugleiðingum mínum….