Ég ætla nú á næstu dögum að fara yfir meginstraums týpur í dagsdaglegu samfélagi, og álit mitt á þeim. Ég ætla að byrja á að fjalla um goth. Þetta er gróft úrtak úr félagsfræði ritgerð sem ég skilaði á síðustu önn.
Byrjum á goth. Fólk sem hefur tilhneigingu til að klæða sig eins og svart leður veski og meika sig eins og einhver múmía? Hvað getum við sagt um það?
Þau flokkast undir tvo mismunandi hópa; Annarsvegar þann hóp sem virkilega er goth og hinsvegar þann hóp sem finnst kúl að vera goth. Báðum hópum þykir það auðvitað vera kúl, en sá seinni er samt yfirborðskenndari.
Hópur 1: Hér er um að ræða þunglynda og ógeðslega einstaklinga sem finna ekki lengur til samkenndar með samborgurum sínum og öðrum mannverum. Þeim misbýður allt það sem samfélagið hefur uppá að bjóða og hefur tilhneigingu til að klæða sig í dökkan klæðnað ásamt því að farða sig á þann hátt að það er eins viðbjóðslegt og mögulegt er. Flest öllum býður við þeim, enda eru þau úrhrak samfélagsins. Enginn vill þau og fyrir vikið þróa þau öll með sér vissa geðveiki sem leiðir til þunglyndis, reiði gagnvart samfélaginu, ríkisstjórn, Davíð Oddsyni og George W. Bush og enn fremur offitu. Þessir einstaklingar eiga hvorki vini né vandamenn einungis aðra jafningja. Þau eru öll dæmd til glötunar og eilífðrar vistar í helvíti.
Hópur 2: Hér er um athyglisvert dæmi af persónuleikaröskun að ræða, eins og margoft hefur verið sannað og sýnt með ýmsum könnunum og rannsóknum. Þetta fólk klæðir sig á álíka hátt og hópur 1, en getur þó ekki nefnt læknisfræðilega ástæðu fyrir röskun sinni. Einstaklingar þessir eru að flestu leiti heilbrigðir, en telja þó að goth lífstíll sé svalur og á einhvern hátt nútískulegur. Það þarf engan sérfræðing til að segja okkur að þessir aðilar hafa gríðarlega rangt fyrir sér. Þó hafa þau það framyfir hóp 1 að sinna og sjá um útlit og eigin heilsu. Þar af leiðandi má gera ráð fyrir að umræddir einstaklingar séu í raun fullkomnlega heilbrigðir, en eins og rannsóknir hafa leitt í ljós; Þá eru þeir það svo sannarlega ekki. Persónuleikaröskun birtist í mörgum myndum og er þetta, eins margir sérðfræðingar segja, algjört A bókar dæmi um það sem við köllum gjarnan geðklofa. Ekki láta þau plata ykkur.