Ég er nú ung stelpa með nokkuð sítt hár.. ég er næstum því hætt að fara í sturtu af því að það er svo
ROSALEGA MIKIÐ VESEN!! Í hvert skipti sem hárið á mér kemst í snertingu við dropa, þá krullast það(koma í rauninni liðir, en alveg hræðilega ljótir!!) og úfnar upp. Ég blæs hárið (sem lagar liðina aðeins) en þá úfnar það enn meira upp. Síðastliðið ár hefur sléttujárnið verið besti vinur minn og hefur það bjargað lífi mínu!!
Málið er það að bæði eyðileggur sléttujárnið hárið og svo tekur þetta líka u.þ.b. klukkutíma í senn !!
Ef ég hætti að slétta á mér hárið, lít ég illa út og ég er búin að vera með lítið sjálfsálit undanfarið og það mun EKKI bæta það!!
Eitthver ráð, næring, sjampó eða sprey??
Lastu Þetta?..