sko ég ætla að reyna að útskýra það sem ég geri skref fyrir skref:
1. Best að vera búin að finna til hársprey áður en maður byrjar og mögulega vera búin að setja svona leave-in conditioner eða eitthvað sem fer vel með hárið því annars geta komið svona rosalega leiðinleg hár sem láta þetta virka frekar úfið og eitthvað, fremur ósmekklegt.
2. Skiptir hárinu upp, byrjar á að gera “öftustu” hárin, semsagt þau sem eru næst hálsinum og bakinu á þér, tekur svona hæfilega stórann lokk (alls ekki of þykkann) og setur sléttujárnið á eins og þú sért að fara að slétta nema svo snýrðu járninu við (180°) og rennir því bara rólega niður, þá á að myndast slöngulokkur. Því lengur sem þú ert að renna járninu niður, því þéttari verður krullan.
3. Þegar hver “hluti” er búinn þá spreyjaru létt yfir með hárspreyinu, passa að hafa brúsann ekki of nálægt, þá virkar hárið rosalega asnalegt og klesst. Eftir það þá tekuru næsta hluta (sem er þá hárið fyrir ofan) og gerir eins við hann, alveg þangað til að þú ert komin með þær sem þú vilt.
Um að gera bara að æfa sig
Vona að þetta hafi verið skiljanlegt -.-