Komiði Sæl, Hef lengi verið að spá í einum hlut, sá hlutur kallast Einelti.

Vonandi hafiði smá þolinmæði í að lesa þetta en þetta er aðeins sagt í stuttum orðum þetta er mun verra en þið haldið.

Þegar 6 ára barn byrjar í grunnskóla er það ennþá óviti þekkir ekki muninn á stríðni og einelti er það ?
jæja segjum svo er að þú sért uppnefndur einu sinni þá er það stríðni, en þegar þetta fer að verða oftar þá er það einelti.

Langaði að Deila með ykkur mínum grunnskólaferli og einelti.

Ég hóf skólagöngu 1996, var mjög glöð sem barn og átti mér allskyns drauma líkt og hver annar, en þá var það þannig að mér gekk vel haust önnina í 1.bekk síðan seinni önnina sem sagt vor önnina þá fór þetta að versna þegar krakkarnir fóru að verða æ leiðilegri og stunda þetta eins og áhuga mál, Jæja ég kláraði 1.bekkinn hóf svo annan bekkin, jújú ég var pínu þybbin og nafn mitt var auðvelt að uppnefna, það voru óþróttir 2x í viku og ég fór að sleppa því að mæta sagði alltaf við mömmu að ég væri eitthvað veik og gæti ekki mætt eða þá að ég geymdi gamlan miða og dró upp eftir hennar skrift til að sleppa við þetta. Svo komu allskyns vandræði fyrir að maður fór að slást við stelpurnar í íþróttum því þær sögðu eitthvað særandi við mann, auðvitað hafa allir tilfinningar.
Svo fór maður aðeins að eldast og var komin uppí 3.bekk þegar strákarnir hófu að lemja mann og hrinda manni á veggina í skólanum, þá tók ég uppá því að nota raddböndin aðeins og öskra á þann aðila sem gerði mér eitthvað íllt, þetta hélt áfram nánast uppá hvern dag og lítið gert í þessu, sem er rangt Kennarar og aðrir aðstandendur í skólanum eiga að skipta sér af svona hlutum.
Jæja 4.Bekkur en hélt þetta áfram og alltaf gerði ég það sama öskraði mig máttlausa, hvað var ég að gera annað en að biðja um smá hjálp?
þetta versnaði og versnaði ég fékk orðið ekki að vera með í neinu sem krakkarnir gerðu og alltaf sat ég útí horni að gráta eða leið ílla, sagði kennurunum oftast frá eins og maður á að gera.
Þegar ég kem í 5.bekk var ég send til sálfræðings útaf þessum vanlíða þar sem ég var farin að falla mjög í námi dróst mjög mikið aftur úr. Fór í nokkur viðtöl hjá Sálfræðingnum og svo ekkert meir ekkert gerðist í því, og ekki var mikið reynt að taka á þessu því þetta hélt áfram, þar til ég fór í 6.bekk þá var ég aftur send í viðtal en það var hja félagsráðgjafa það kom mér að litlu gagni því þetta breyttist ekkert í skólanum, ég var marg oft búin að reyna breyta mér sjálfri og reyna standa mig í náminu en alltaf féll ég niður, var farin að svara svolítið fyrir mig í þessu og ferðum minum fór að fjölga mjög inná kennarastofu öll út í tárum ekki er það mjög eðlilegt dag eftir annan.
7.bekkur Alltaf hélt sama liðið áfram og ég gat lítið gert því þetta var orðið mótað í höfðinu á mér og ég náði ekki að losa mig úr þessu, var farin að loka mig mikið af og tala lítið við foreldrana um hvernig var í skólanum og hversu örg ég var alltaf þegar ég kom heim.
Það kom skipti á seinni önninn í 7 bekk að ég áhvað að gefast upp þar sem ég var búin að lenda í slagsmálum þennan dag ég rauk út úr skólanum og í áttina að ánni, en ég vissi það að ég átti fjölskyldu sem elskuðu mig svo heitt og reyndu að gera margt til að gleðja mig, kennarar og aðrir skólaliðar eltu mig og krakkarnir líka, munaði örlitu að þetta allt hefði endað þennan dag, ég fékk bara að fara heim.
svo kom að því að ég kom í 8.bekk ekki var það neitt skárra þar sem þetta hélt enn áfram, við vorum auðvitað að fara fermast og allt það fórum í fermingar fræðslu en það var oft smá leiðindi sem gerðust innan kirkjunar, svo eftir 8.bekk þá fengu mamma og pabbi bréf heim um að mér væri vísað úr skólanum, engin ástæða en að þetta væri eina leiðin til að minnka þetta sem var, allt sumarið var ég mjög þunglynd litaði hárið á mér svart og fékk það óorð á mig að vera goth.

9.Bekkur, ég í nýjum skóla þekkti engan en flestir vissu hver ég var og vissu af þessu sem gerðist í 7.bekk, var spurð af því nokkrum sinnum en ég vildi auðvitað ekkert ræða það var smá strítt útá þetta í nýja skólanum. en svo nokkrum dögum eftir að ég var farin að rata smá rakst ég á ágætis stelpu sem var árinu yngri en ég sem var með mér áður í hinum skólannum við urðum mjög góðar vinkonur fyrri önnina og smá part af seinni önninni þar til foreldrar hennar bönnuðu henni að hitta mig þar sem þau voru búin að heyra sögu sagnir um að ég væri vandræðarbarn og dópisti, sem ég var enganvegin, reykti jú sígarettur það var það eina. þannig ég kláraði 9.bekkin hélt svo fram í 10.bekk útskriftar árið loksins, það sem ég hafði verið búin að þrá frá upphafi eineltisins, Allt gekk mjög vel í byrjun ég reyndi að standa mig í náminu en svo þegar að jólunum kom þá var ég ásökuð um þjófnað inn og út um allan skólan, stal ekki blýi né pensil, þá fór mér að líða mjög mjög ílla og fór að hætta mæta í skólan var búin að fá á bloggsíðuna mina sent úr tölvu eins nemanda sem ég var með í bekk leiðinlegt bréf. eftir jólin mætti ég aðeins í fyrstu 4 tímana svo fór þeim að fækka töluvert, það var farið að athuga þetta og ég send til sálfræðings aftur og látið mig fá persónulegan ráðgjafa. Þegar samræmdiprófin voru farin að nálgast fékk ég leyfi um að taka aðeins eitt próf og það var íslenska, vitir menn ég féll á því. Síðan fór að styttast í að bekkurinn færi í ferðalag sem var búið að vera safna fyrir um veturinn, þau fóru og ég var eftir í skólanum, skemmti mér konunglega vel án þeirra. Svo kom að Útskriftinni, deginum áður var ég búin að vera tala við geðlækni og hann gat ekkert séð að mér, skiljanlega var of spennt fyrir að komast burt úr Helvíti eins og ég vil kalla þetta. Allt gekk vel eftir þetta að vissu leyti fékk smá hótanir og leiðindi á netinu, fæ það reyndar enn í dag en ég reyni bara loka á það, ég ákvað að fara ekki í framhaldskóla í ár jafnvel hálft ár bara, Sé til hvernig þetta ár endar og hvort ég treysti mér í skóla eftir áramót en þessi 10 ár hafa skemmt svo stóran hlut í lífi mínu.

Þetta er eitthvað sem enginn á að lenda í eða stunda sem áhugamál.

Vil Afsaka hversu ílla upp sett þetta er það er bara því ég hef enga reynslu í að gera svona hluti. Takk Kærlega fyrir mig og Gangi ykkur vel í lífinu.