Meiru smábörnin sem flestir virðist vera hérna. Prufiði að horfa rökrétt á málið. Lögreglan er ekki að stöðva neinar líkamsárásir í miðbænum eða hvar sem er ef hún fær ekki ábendingu um það. Þannig að ef hún sér einhvern sem keyrir skringilega eða hefur aðra ástæðu til þess að stoppa hann þá gerir hún það, óháð því hvort hún fái mikilvæga ábendingu um eitthvað annað á næstu klst. Skiptir ekki máli hvað viðkomandi aðili vera að gera, svo lengi sem það er ólöglegt hafa þeir ástæðu til þess að gera mál úr því. Þetta er nú einu sinni vinnan þeirra og lágmark að þeir sinni henni eftir bestu getu, sama hversu smámægilegt brotið er. Svo eru yfirleitt fleiri en einn lögreglubíll á ferð og efast ég um að þeir séu allir á rúntinum í Heiðmörkinni.
Og eitt enn, ef það væri engin lögregla þá væri allt í skralli.
“Aldrei að treysta manni með of stuttar fætur…… heilinn er of nálægt afturendanum”:-)