Þetta segir bara til um hvað HÆGT er að læra, en ekki hversu erfitt eða létt það er. Auðvitað geta strákar og stelpur lært nákvæmlega það sama, meðaljónan þarf bara að leggja meira á sig heldur en meðaljóninn. Það getur samt oft komið fyrir að þetta svissast hjá fólki, strákar eru stundum með “kvenmansheila” og stelpur eru oft með “karlmansheila” (og ég er alveg viss um að einhver eigi eftir að nefna þetta í þessum þræði) - önnur alhæfing sem ætti frekar bara að kalla heila A og B eða eitthvað frekar heldur en að tengja tegundirnar við kynin bara vegna þess að því sem er algengast, en svona er það.
females have just the same amount of inclination towards understanding complex equations and fractions as males do.
Þetta er líka algjörlega satt. Það er ekki bara ÖLL stærðfræði sem strákar hafa auðveldara við að læra, það er aðallega rúmfræði og einhverjar sérstakar tegundur af nákvæmnisreikningi (sem ég hef ekki kynnt mér almennilega því að mér er skít sama). Formúlur og brot eru einfaldlega “einfaldari” stærðfræði heldur en þessi flækja sem vanalega er verið að tala um.
Miðað við aldur á OP og tímasetningu á þessum þræði er ég að gera ráð fyrir að OP er á fyrsta ári í menntaskóla að endurtaka áfánga. Það er fullt af leiðinlegri, flókni stærðfræði á fyrsta ári í menntaskóla og
sum hennar er einmitt þessi stærðfræði sem strákar hafa
yfirleitt auðveldara með að læra, en auðvitað geta stelpur lært allt það sama og strákar.