Sjálfur var ég í Verzló og útskrifaðist þaðan fyrir tveimur árum af Stærðfræðibraut (sem sorglega var lögð niður vegna nýrrar skipulagningar eftir minn árgang. Heitir nú Náttúrufræðisvið - Eðlisfræðibraut ef mig minnir rétt) og er nú að ljúka öðru ári við Verkfræðideild Háskóla Íslands. Ég veit þú nefndir hann ekki sem möguleika, og hugsanlega er tíminn til að sækja um þegar útrunninn, en samt ætla ég að koma með mín 5 sent.
Ég mæli eindregið með Verzló ef þér langar að vera í bekkjakerfi, og ef þér líst vel á sterkt félagslíf. Ef þér hins vegar lýst illa á þessar stöðluðu týpur sem virðast fara í, og koma úr sögðum skóla, þá get ég sagt þér að stærðfræðibrautin sem ég var á innihélt enga af þeim svokölluðu “Spöðum”, og sama ætti að gilda um náttúrufræðibrautina.
Námið var mjög krefjandi, mikið af raunvísinda kúrsum; stærðfræði, eðlisfræði (Vilhelm Sigfús hinn goðsagnakenndi), efnafræði (Benedikt “Hexagon” Ásgeirsson) og líffræði.
Einnig er það engin lýgi að hagfræðibrautin er mjög góð og veit ég um mikið af fólki sem er beinlínis að rúlla yfir námið uppí HÍ [Hagfræði] með hana sem forgrunn. Viðskiptafræði námið hef ég litla þekkingu á, en hef lítið álit á henni eins og hún birtist mér þegar ég var sjálfur í skólanum.
En eins og sá fyrir ofan mig sagði þá skiptir það mestu hvað þú vilt læra hvaða skóla þú ferð í, og svo hverskonar uppbyggingu á náminu og félagsskapnum í kringum þig þú vilt.
Það er aðeins 1 líf í boði, svo best er að lifa því með opinn huga. Þýðir hinsvegar ekki að ég þurfi alltaf að vera sammála.