Tók nú ekki langan tíma að skruna niður á forsíðunni og líta í nýjustu umræður, þar var hver þráðurinn á eftir öðrum með sama titli á mismunandi áhugamálum.
Okei, ég held að þú ættir að taka það til þín að ég eigi bágt með að trúa því að þú sért jafngamall og þú segist vera, er ekki kominn tími til að þroskast uppúr því að spamma (sem er eitthvað sem ca. 12 ára gamlir krakkar eiga til að gera).
Ég mundi líka mæla með því að læra að skrifa, fólk á þínum aldri er yfirleitt búið með menntaskóla og ætti að vera sæmilega fært í að koma hugsunum sínum á rit. Ég á, á köflum, erfitt með að skilja hvað þú ert að reyna að koma til skila.
Afhverju er ég að koma með mikla óhamingju ef það fer í taugarnar á mér að þú þurfir að búa til amk. 10 þræði um mynd sem næstum því allir netverjar vita að sé til og vita auk þess hversu mikil vitleysa hún er?
Hvar sástu mig vera að tuða eitthvað mikið, ef þú vilt fá að koma þinni skoðun á framfæri, má ég ekki koma minni á framfæri. Og hóta þér? Ég held að þú sért að misskilja mig.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“