Persónulega, finnst mér að kannabis ætti að vera lögleitt. Þetta er víðnotað efni, mest notaðasta “fíkni”efnið af þeim öllum og það eina sem hefur ekki valdið dauða.
Fjöldi dauðsfalla í bandaríkjunum á hverju ári sökum þessara efna:
Tóbak ………………….400,000
Áfengi …………………100,000
Lögleg lyf ……………. 20,000
ólögleg efni ………….. 15,000
koffín …………………2,000
aspirín ………………..500
marijuana ……………… 0
Áfengi drepur, tóbak drepur, þetta er leyft? Gras drepur ekki og það er ekki leyft? Þetta er ekki skaðlaust, sé þetta notað í óhófi, en áfengi og tóbak er það ekki heldur svo hví að leyfa það en banna hitt? gengur einfaldlega ekki upp.
Áfengi dregur oft fram ofbeldisfulla hegðun hjá fólki og skynsemin verður lítil sem engin, gras hefur ekki þessi áhrif.
Tóbak er rosalega ávanabindandi og fer rosalega illa með lungu og dregur fólk þar af leiðandi til dauða, í hundruð-þúsundatali. Mér finnst að fullorðinn, sjálfráða maður mætti fá að kveikja sér í einni jónu við og við, vitandi að þetta sé ekki að gera honum mein.
Staðreyndir, þetta er ekki ávanabindandi efni en notað í óhófi hefur það áhrif á persónuleika en lítil sem engin á líkamlega heilsu, þetta er m.a.s. notað í lækningarskyni, þetta drepur ekki, myndi spara lögreglunni mikinn tíma og ríkinu mikinn pening og þetta er í rauninni frekar vægt efni, áhrifin eru alls ekkert svaðaleg.
Og allt er gott í hófi en trúið mér, þeim sem vilja reykja gras eiga ekki eftir að eiga í erfiðleikum með því að redda sér því og er þetta því frekar glötuð barátta hjá ríkinu. Mér finnst að það væri bara ákveðið magn sem hver mætti kaupa og síðan giltu sömu (give or take) reglur um grasið og um áfengi, þ.e.a.s aldurstakmark, notkunarreglur og þar af leiðandi.
og þeir sem segja að kannabis leiði menn inn í sterkari efni, þá er það ekki grasinu að kenna heldur einstaklingnum fyrir að kjósa þann veg. Það eru fleiri milljón manns sem reykja gras en hafa aldrei fundið fyrir löngun í neitt annað.
I'm not suffering from insanity, I'm enjoying every minute of it.