Ég þoli ekki slagsmálahunda, svona gaura sem ýta við manni og vona að maður ýti þeim til baka til að þeir geti hafið slagsmál, einnig gaurar sem verða voðalega harðir þegar maður rekst utan í þá. Ég hef þrisvar sinnum lent í því að ÞURFA að slást, sem sagt sjálfsvörn, og það er ömurlegt, ég er bara 18 ára enn. Eitt skiptið var ég meira að segja tekinn niður á stöð því löggan kom að okkur og hálfvitinn var nefbrotinn´og hélt því fram að ég hefði ráðist á hann, það varð ekkert meira úr því útaf vitnum en samt fokking bögg. Hvað er málið? Þurfa þessir gaurar, þeir taka til sín sem eiga, að slást til þess að finnast þeir merkilegir eða hvað?


Svo er annað í þessu, slagsmálamenningin. T.d. þegar margir ráðast á fáa eða einn, ótrúlega heigulslegt og svo að sparka í liggjandi menn.

Ég finn mikið meira fyrir leit að vandræðum hér en í útlöndum. Til dæmis var ég í Manchester fyrir ekki allt of löngu og ef maður rakst óvart utaní einhvern þá báðust þeir bara afsökunar og voru almennilegir og ég einnig við þá.

Þetta er eitthvað sem mætti breytast.