Ég rakst á frétt á mbl.is sem mér fannst eiga vel við hugara. Þið ættuð að hafa þetta í huga.
“Bætt samskipti á netinu er megininntak auglýsingaherferðar sem AUGA, góðgerðarsjóður auglýsenda, auglýsingastofa og fjölmiðla hleypir nú af stokkunum í samstarfi við SAFT (Samfélag, Fjölskylda og Tækni), vakningarverkefni Heimilis og skóla um jákvæða og örugga netnotkun.
Herferðin byggist á því að kynna fimm lykilorð sem hjálpa ungum og öldnum að bæta samskipti sín á Netinu. Herferðinni er beint að almenningi og ekki síst yngri kynslóðinni. Leiðarljósið eru jákvæð skilaboð um að Netið sé góður upplýsinga- og samskiptamiðill með óendanlega möguleika en gæta þurfi þess að nota það ekki til að meiða og særa annað fólk.
Á gamansaman hátt minna auglýsingarnar okkur á þá staðreynd að allt sem við setjum á Netið sé opinber birting og geti ekki talist einkamál, þess vegna verðum við að vera reiðubúin að standa fyrir því sem setjum frá okkur.
Markmiðið með herferðinni er að hvetja til heilbrigðari samskipta á Netinu. Megináhersla er lögð að vekja almenning til umhugsunarátaksins um nauðsyn þess að nota sömu viðmið í samskiptum sínum, hvort sem er í hinum áþreifanlega veruleika eða í netheimum. Í fréttatilkynningu sem AUGA sendi frá sér stendur að það sé áhyggjuefni að venjulegt siðferði og samskiptahættir virðast ekki hafa færst yfir á samskipti fólks á Netinu, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Ljótt orðbragð, nafnlausar svívirðingar og einelti og eru dæmi um þetta.
Lykilorðin fimm
1. Allt sem þú gerir á Netinu endurspeglar hver þú ert
2. Komdu fram við aðra eins og þú villt láta koma fram við þig
3. Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er
4. Mundu að efni sem þú setur á Netið er öllum opið, alltaf
5. Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á Netinu
Nánari upplýsingar um lykilorðin fimm: www.saft.is”
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1247886