Þetta eru nú fremur miklir útúrsnúningar hjá þér.
Auðvitað hefur minnihluti Íslendinga kosið Framsókn síðan '95, einsog minnihluti hefur kosið Samfylkinguna síðan hún var stofnuð, minnihluti Vinstri-Græna, minnihluti Sjálfstæðisflokkinn og minnihluti Frjálslynda. En þegar tveir flokkar, sem samanlagt eru með meirihluta atkvæða, taka sig saman og mynda ríkisstjórn, hafa þeir á bakvið sig meirihluta íslenskra kjósenda. Og þó að stjórnarflokkarnir hafi haft meira fylgi í fyrstu, þá eru þeir enn með ágætt forskot þó það sé ekki yfirgnæfandi, og þá nóg til að stjórna landinu í umboði meirihluta þess.
Ríkisstjórnin gerir svo hluti, sem meirihluti landsmanna er ekkert endilega sáttur við. Það gerist sama hverjir eru í stjórn, maður getur ekki alltaf hitt á hluti sem allir elska. Ég, fyrir minn hlut, get sagt að ég styð ekki núverandi ríkisstjórn, en ég styð þó Framsókn, og ef þeir ákveða að vera í slagtogi með Sjálfstæðismönnum sætti ég mig við það og tek því einsog maður. Þó þeir stjórni ekki landinu öllu einir og sér, hafa þeir einhver völd til að koma sínu á framfæri.
Ég get þó sagt þér að það munar meira en fáeinum hundruðum á stjórninni og stjórnarandstöðunni.
Það ríkir jú tjáningarfrelsi á þessu landi, en þó tjáningarfrelsi ríkir þýðir það ekki að ég megi fara í fjölmiðla og segja hvað sem er um t.d. þig og þína nágranna. Maður verður að geta hamið sig og ekki farið útí eintómt bull og svívirðingar.